Skinfaxi

Árgangur

Skinfaxi - 01.01.2023, Blaðsíða 40

Skinfaxi - 01.01.2023, Blaðsíða 40
40 S K I N FA X I Árið er 1907 og upp er runninn fagur sumardagur við Öxará á Þingvöllum þennan fallega föstudag 2. ágúst. Talið er að rúmlega sex þúsund manns séu saman komin á Þingvöllum af öllu landinu til að fagna þjóðhátíð landsins í annað sinn, en fyrst var hún haldin árið 1874. Hans hátign Friðrik VIII., konungur Íslands og Danmerkur, og annað mektarfólk að utan, þar á meðal danskir þingmenn, eru á hátíðinni auk íslenskra ráðamanna. Þetta var fyrsta heimsókn Friðriks til Íslands, en faðir hans, Kristján IX., kom hingað fyrstur ríkjandi Danakonunga á þjóðhátíðina 33 áður og færði Íslendingum stjórnarskrá. Spenna og gleði er í loftinu. En það er ekki nálægðin við konung sem heillar. Gestir á Þingvöllum bíða eftir glímukeppni. Á þessum nótum gætu fréttamenn hafa fjallað um þennan merka atburð fyrir 116 árum. Fréttafólk fylgdist grannt með ráðamönnunum og konunginum og síðar voru gefnar út bækur til að minnast þessarar merku heimsóknar. Hér á myndinni til hliðar má sjá frá vinstri þá Jóhannes Jósefsson, Guð- mund Stefánsson og Hallgrím Benediktsson, kepptu í glímu fyrir fram- an konung og landsmenn ásamt fimm öðrum glímuköppum. Glíman endaði á þann veg að Hallgrímur hlaut fyrsta sætið og fékk fyrir það 300 krónur í verðlaunafé. Guðmundur lenti í öðru sæti og fékk 200 krónur en Jóhannes náði þriðja sætinu og fékk lægstu fjárhæðina, 100 krónur. Þetta var ekkert slor en til fróðleiks má nefna að til samanburðar greiddi Hannes Hafstein ráðherra 500 krónur í útsvarsgjald árið 1908. Með pálmann í höndunum Úrslit glímukeppninnar voru ekki eins og glímukappinn Jóhannes hafði séð fyrir sér. Þessi snari Akureyringur hafði strengt þess heit að fara með sigur af hólmi, enda var hann keppnismaður með einbeittan sigurvilja og skapharður. Það var því skellur að lenda í þriðja sæti. En þrátt fyrir tapið lifir minning Jóhannesar enn. Hann varð fljótlega frægasti íþrótta- maður landsins og varð glímukóngur Íslands á Ólympíuleikunum í London árið 1908, en þangað fór hann fyrstur Íslendinga. Jóhannes Jósefsson (lengst til vinstri á myndinni) hafði heitstrengt að sigra í konungsglímunni. Hann varð hins vegar í þriðja sæti. Við hlið Jóhannesar er Guðmundur Stefánsson en lengst til hægri er sigurvegar- inn í konungsglímunni, Hallgrímur Benediktsson og heldur hann á birki- grein sem á að tákna lárviðarsveig. En aftur að þessum örlagaríka degi í lífi Jóhannesar á Þingvöllum árið 1907. Þetta er söguleg stund því þar kom hann með fimm félögum sínum í glímunni að stofnun heildarsambands ungmennafélaga á Íslandi. Jóhannes var kosinn fyrsti formaður sambandsins, sem varð Ung- mennafélag Íslands, og var árið 1927 gerður að fyrsta heiðursfélaga ungmennafélagshreyfingarinnar á Íslandi. Félagar hans tveir voru gerðir að heiðursfélögum á sama tíma, þeir Þórhallur Björnsson og Helgi Valtýsson. Gamla myndin: Konungsglíman 1907 VERIÐ VELKOMIN Á LANDSMÓT UMFÍ 50+ Í STYKKISHÓLMI 2023

x

Skinfaxi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.