Skinfaxi

Árgangur

Skinfaxi - 01.01.2023, Blaðsíða 8

Skinfaxi - 01.01.2023, Blaðsíða 8
8 S K I N FA X I Þ jónustumiðstöð UMFÍ í Reykjavík hefur verið á nokkrum stöðum í gegnum tíðina. Hún var í Sigtúni 42 frá 2010 og deildi þar húsnæði með Öryrkjabandalagi Íslands (ÖBÍ) og Brú lífeyrissjóði. Í febrúar 2022 var svo greint frá því að ÖBÍ hefði keypt hlut UMFÍ í húsinu. Nær samstundis var hafist handa við að leita að nýju húsnæði fyrir þjónustumiðstöðina. ÖBÍ keypti húsnæðið til að koma aðildarfélögum sínum undir eitt þak. Nokkuð umfangsmiklar framkvæmdir voru fyrirhugaðar í Sigtún- inu og eftir sambandsráðsfund UMFÍ flutti þjónustumiðstöðin úr húsinu. Starfsfólkið í Reykjavík var til skamms tíma á leiguskrifstofu í Hafnartorgi en flutti nær áramótum á skrifstofu Ungmennasambands Kjalarnes- þings (UMSK) í Íþróttamiðstöðinni. Lendingin varð síðan sú að stjórnir ÍSÍ og UMFÍ sömdu um að þjón- ustumiðstöðin yrði á þriðju hæð Íþróttamiðstöðvarinnar, þar sem kunnuglegir ráðstefnusalir höfðu verið um árabil. Ráðast þurfti í tals- verðar breytingar á hæðinni og var helmingur hennar hugsaður sem þjónustumiðstöð UMFÍ. Farið var í stórtækar framkvæmdir við að breyta öðru rými á hæðinni í ráðstefnusali. Íþróttahreyfingin undir sama þaki Ákveðin tímamót urðu í sögu UMFÍ á árinu þegar þjónustumiðstöðin flutti í Íþróttamiðstöðina við Engjaveg í Reykjavík. Þetta er í fyrsta sinn sem ÍSÍ og UMFÍ eru undir sama þaki. Margar hendur komu að gerð þjónustumiðstöðvar UMFÍ. Leifur Welding hannaði útlit þjónustumiðstöðvarinnar, en áhrifa hans gætir víða. Meðal hönnunarverka hans eru margir af vinsælustu og feg- urstu veitingastöðum landsins, svo sem mathöllin í Pósthúsinu við Pósthússtræti, Grillmarkaðurinn, Fiskfélagið, Steikhúsið og Hótel Geysir. Svo mikla athygli vekja verk Leifs að erlend hönnunartímarit hafa skrifað greinar um þau. Þjónustumiðstöð UMFÍ hefur einmitt vakið mikla athygli í Íþrótta- miðstöðinni. Hún er ekki aðeins glæsileg, heldur hefur hún þróast út í að verða viðkomustaður margra tengdra íþróttum, enda er stór hluti íþróttahreyfingarinnar nú undir sama þaki. Í Íþróttamiðstöðinni eru bæði Íþróttabandalag Reykjavíkur (ÍBR) og Ungmennasamband Kjalar- nesþings (UMSK), mikill fjöldi sérsambanda og Íþrótta- og Ólympíu- samband Íslands (ÍSÍ). Mikill gestagangur hefur verið í þjónustumiðstöð UMFÍ síðan hún var opnuð í mars sl. og hefur það leitt af sér mun betri tengingar og miklu meiri kraft innan íþróttahreyfingarinnar en áður hefur þekkst. Jóhann Steinar Ingimundarson formaður UMFÍ tekur við blómvendi frá Lárusi Blöndal forseta ÍSÍ.

x

Skinfaxi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.