Skinfaxi

Árgangur

Skinfaxi - 01.01.2023, Blaðsíða 38

Skinfaxi - 01.01.2023, Blaðsíða 38
38 S K I N FA X I UMFÍ hefur uppfært hagnýtar upplýsingar um fundi, hlut- verk og ábyrgð stjórnarfólks, framkomu og ræðu- mennsku. Þetta er haldgóður leiðarvísir þegar boða á til aðalfundar, fundar í deildinni, viðburðar hjá félaginu þínu, þegar fólk fer að pæla í því hvert sé hlutverk stjórnar, hvernig á að byggja upp og móta ræðu, bera fram tillögur á fámennum þingum og fjölmennum og þar fram eftir götunum. Ef eitthvað er óljóst getur fólk haft samband við þjónustumiðstöð UMFÍ í Laugardal í Reykjavík. Hvernig á að halda þessa fundi? Út eru komnar hagnýtar upplýsingar um fundi, hlutverk og ábyrgð stjórnarfólks, framkomu og ræðumennsku. Þú getur nálgast ritið á heimasíðu UMFÍ (www.umfi.is) undir flipanum Verkfærakista. Þú getur líka farið með símann þinn yfir QR-kóðann hér til hliðar. Dæmi úr ritinu: Dagskrá fundar Við undirbúning fundar þarf að semja dagskrá. Ekki skiptir hvort fundurinn er fyrir fáa eða marga, lítill eða stór, ráðstefna, stjórnar- fundur eða nefndarfundur. Dagskrá sem lögð er fram í upphafi fundar er tillaga að dagskrá fundarins. Dagskráin telst samþykkt ef ekki koma fram athugasemdir við hana. Fundurinn sjálfur ræður dagskrá, þó í samræmi við ákvæði félagslaga, og getur hann gert á henni breytingar. Fundarstjóri getur gert breytingar á fyrirliggjandi dagskrá, svo sem til þess að flýta fyrir störfum fundarins. Fundarstjóri þarf þó alltaf að leita eftir samþykki fundargesta við öllum slíkum breytingum. Á fjölmennum fundum og ráðstefnum er heppilegt að dagskrá sé til útprentuð og dagskrárliðir tímasettir eftir því sem unnt er. Dæmi um dagskrá aðalfundar hjá félagi 1. Fundur settur 2. Kjör starfsmanna fundarins • Fundarstjóri • Fundarritari 3. Fundargerð síðasta aðalfundar lesin upp 4. Skýrsla stjórnar um síðastliðið starfsár • Skýrsla formanns/stjórnar • Skýrsla gjaldkera 5. Lagabreytingar 6. Kosningar • Formaður • Fjórir meðstjórnendur • Þrír í varastjórn • Tveir endurskoðendur/skoðunarmenn 7. Starfsemi félagsins á næsta starfsári 8. Önnur mál 9. Fundarslit

x

Skinfaxi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.