Skinfaxi

Árgangur

Skinfaxi - 01.01.2023, Blaðsíða 21

Skinfaxi - 01.01.2023, Blaðsíða 21
 S K I N FA X I 21 Dr. Ágúst Einarsson hagfræðingur fjallar ítarlega um störf sjálfboðaliða og hagræn áhrif af vinnu þeirra fyrir íþróttahreyfinguna í bók sinni Íþróttir hérlendis í alþjóðlegu samhengi sem kom út árið 2021. Ágúst segir mikilvægt að fólk geri sér grein fyrir því hversu margir starfi innan íþróttageirans hér á landi í launuðu og ólaunuðu starfi. Þeir sem eru í launaðri vinnu eru ekki alltaf í fullri vinnu heldur í hlutastörfum, sem er algengt form innan íþróttahreyfingarinnar. Á meðal fjölmargra sjálfboðaliða innan íþróttahreyfingarinnar eru foreldrar barna sem æfa íþróttir. Þeir hjálpa oft við ýmislegt sem tengist æfingum og keppnum barna sinna. Stjórnarmenn í íþrótta- og ung- mennafélögum vinna líka oft ótrúlega mikið starf af hendi fyrir sitt félag. Ágúst segir ljóst að rekstur íþróttafélaga á Íslandi myndi aldrei ganga án sjálfboðaliða og að umfang og verðmæti starfa þeirra sé ákaflega vanmetið í allri umræðu. Verðmætasköpunin sé mikils virði fyrir íþrótta- hreyfinguna, ekki aðeins í peningum talið heldur einnig í þeim ávinn- ingi sem skapist af starfi sjálfboðaliða. Þar á meðal eru jákvæðu áhrifin á börn og unglinga og fyrirbyggjandi atriði sem varða lífsstíl og heilsu. Ágúst segir enn fremur að verðmætin felist ekki síst í þeim fyrir- byggjandi áhrifum sem sjálfboðaliðastarf og íþróttir hafi í för með sér. Þau séu gríðarleg, bæði fyrir börn og ungt fólk ekki síður en eldri borgara, því hreyfing og annað sem fylgi íþróttum dragi úr heilbrigðis- kostnaði framtíðarinnar. Áskoranir í starfi sjálfboðaliða Ágúst telur hugsanlegt að fjarað geti undan vinnu sjálfboðaliða í tengsl- um við unglingastarfið á næstunni. Ástæðurnar geta verið af ýmsum toga sem geti veikt starfið, svo sem kröfur um meiri afreksáherslur og sigur í keppnum, sem hann flokkar til skammtímaárangurs. Sjálfboðaliðar og forvarnir

x

Skinfaxi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.