Skinfaxi

Árgangur

Skinfaxi - 01.01.2023, Blaðsíða 33

Skinfaxi - 01.01.2023, Blaðsíða 33
 S K I N FA X I 33 íþróttastarfinu gangandi. Hún segist heyra svipaða sögu af fleiri félagasamtökum þar sem fólk er tregt til að bjóða sig fram til starfa. „Mér er það ljúft og skylt að gefa af mér til samfélagsins. Í svona litlum byggðarkjarna eins og Bolungarvík er stjórnarseta eða vinna fyrir íþróttafélag kjörið tækifæri til að kynnast öðru fólki og finna þar leið til að komast inn í samfélagið. Fáir gefa kost á sér í þessi störf, sem er víðtækt vandamál. Mér sýnist fólk líka orðið skuldbindingafælið,” segir hún og leggur áherslu á að hún sé hissa á því að fólk skuli leyfa sér að neita því að leggja sitt af mörkum til samfélagsins. Þurfum að axla samfélagslega ábyrgð Viktoría er ekki með lausnina á þessum vanda á reiðum höndum. Hægt sé að grípa til ýmissa ráða, verðlauna sjálfboðaliða með einhverjum hætti, lyfta þeim upp og hampa eins og gert er á Degi sjálfboðaliðans. Í sumum tilvikum megi skoða að lækka iðk- endagjöld fyrir börn sjálfboðaliða. Lækkun gjalda kæmi sér illa fyrir íþróttafélag á borð við Ívar, sem hefur fáa iðkendur. Viktoría segir þetta ömurlega stöðu, enda ljóst að sumt fólk láti sig samfélagið ekki varða. Samfélagslega ábyrgðin sé orðin svo lítil. „Við erum sífellt að þrýsta á fyrirtæki og stofnanir um að sýna samfélagslega ábyrgð. En þegar kastljósinu er beint að okkur og við þurfum að leggja okkar af mörkum lokum við augunum fyrir því,“ segir hún. Ef þig vantar óumdeildari skoðun ge rðu fengið eina hjá okkur Komdu með bílinn og fáðu skoðun sem gildir í ár eða lengur Maður segir pylsa ekki pulsa Skoðun dagsins: Sími 570 9090 • www.frumherji.is Keppendur frá Íþróttafélaginu Ívari á badmintonmóti í Danmörku.

x

Skinfaxi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.