Skinfaxi

Árgangur

Skinfaxi - 01.01.2023, Blaðsíða 31

Skinfaxi - 01.01.2023, Blaðsíða 31
 S K I N FA X I 31 „Við vorum alsæl, öll aðstaðan frábær og maturinn ljúffengur. Þetta var rosalega fínt,“ segir Aðalheiður Jónsdóttir, teymisstjóri neyðar- varna hjá Rauða krossinum, sem stóð fyrir Neyðarvarnarþingi Rauða krossins í húsnæði Skólabúða UMFÍ á Reykjum í Hrútafirði síðustu helgina í mars. Um áttatíu manns frá öllum landshornum sátu þingið, sem fram fór í Bjarnaborg á Reykjum laugardaginn 25. mars. Hluti hópsins kom síð- degis á föstudag til að undirbúa þingið og gistu aðrir næstu nótt líka, enda þurftu sumir um langan veg að fara til að sitja þingið. Aðalheiður segir gistinguna hafa verið til fyrirmyndar og alla matseld í toppstandi, gómsætt lambalæri í kvöldmat og kaka í desert. „Það er ekki amalegt,“ segir hún, en þeir sem gistu á Reykjum voru jafnframt í morgunmat þar. Þetta var þriðja neyðarvarnaþing Rauða krossins. Það fyrsta fór fram árið 2018 og annað árið eftir en sökum heimsfaraldurs féll það niður eftir það. Samhæfa aðgerðir á landsvísu Á neyðarvarnaþingi Rauða krossins samhæfa sjálfboðaliðar aðgerðir félagsins á landsvísu ásamt því að viðhalda og auka þekkingu sína á neyðarvörnum. Á þinginu nú komu einmitt saman sjálfboðaliðar, sem eru fulltrúar allra deilda Rauða krossins, og mátu getu innviða, styrkleika og veikleika, bæði Rauða krossins og samfélagsins í heild, til að vera betur í stakk búin til að mæta alls kyns áföllum og hamför- um sem geta dunið yfir. Samhliða því er forgangsraðað verkefnum sem þarf að ráðast í og samstarf deilda bætt og eflt. Þinginu var rétt svo lokið þegar snjóflóð skall á í Neskaupstað mánudaginn 27. mars og þurftu margir sem sátu þingið og höfðu farið aftur heim norður fyrir að fara á vettvang. Aðalheiður og fleiri héldu erindi tengd málefnum Rauða krossins. Auk erindanna fór fram hópavinna í Bjarnaborg þar sem fulltrúar ólíkra landsvæða greindu aðstæður á sínu heimasvæði, helstu hættur og þann viðbúnað sem er til staðar. Kom þar m.a. fram að ýmsar deildir hafa þörf fyrir fleiri sjálfboðaliða til að geta brugðist betur við ef neyðarástand skapast. Aðalheiður ítrekar að þingfulltrúar hafi verið afar ánægðir með þingið. Það hafi líka markað upphaf að vinnu við áfallaþolsgreiningu, sem muni halda áfram um allt land. Sjálfboðaliðar Rauða krossins funduðu á Reykjum Neyðarvarnaþing Rauða krossins fór fram í húsnæði Skólabúða UMFÍ síðustu helgina í mars. Teymisstjóri lofar aðstöðuna í hástert og langar að halda fleiri viðburði þar. Ef þú eða félagið þitt vill fræðast meiraum húsnæði Skólabúða UMFÍ er hægt að hafa samband við þjónustumiðstöð UMFÍ í síma 568 2929. UMFÍ tók við rekstri Skólabúða á Reykjum í Hrútafirði sumarið 2022 og réðst samstundis í gríðarlega umfangsmiklar endurbætur á öllu hús- næðinu í nánu og góðu samstarfi við sveitarstjórn Húnaþings vestra. Í Skólabúðirnar koma nemendur 7. bekkjar af öllu landinu og dvelja þar á virkum dögum. Gríðarlegur fjöldi nemenda kemur í Skólabúðir- nar á hverju misseri. Húsnæði Skólabúðanna hefur tekið stakkaskiptum eftir að UMFÍ og starfsfólk sveitarfélagsins sneri bökum saman um að laga það. Stöðugt er verið að breyta, laga og bæta í búðunum og eru þær orðnar hinar glæsilegustu. Búið er að skipta um húsgögn í öllum herbergjum og hlaða inn afar skemmtilegum leiktækjum í Bjarnaborg, eitt af húsunum sem mynda Reykjaskóla. Sambandsaðilar, sérsambönd, íþróttafélög og margir fleiri hafa leigt aðstöðu í Skólabúðunum utan skólatíma, þ.e.a.s. á sumrin og um helg- ar þegar nemendur dvelja ekki í búðunum. Á Reykjum er gríðarlegt magn rúmgóðra bygginga, gisting fyrir 120 manns, matsalur, kennslu- húsnæði með stórum sal og stofum, íþróttasalur og sundlaug. Húsnæð- ið hefur verið nokkuð vinsælt til leigu fyrir ættarmót og ýmsa hópa. Hægt að leigja aðstöðu utan skólatíma

x

Skinfaxi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.