Skinfaxi

Árgangur

Skinfaxi - 01.01.2023, Blaðsíða 4

Skinfaxi - 01.01.2023, Blaðsíða 4
4 S K I N FA X I Sjálfboðaliðar eru ekki sjálfsagðir, þeir eru fágæt og dýrmæt auðlind sem mikil- vægt er að passa upp á. Sjálfboðaliðar eru forsenda þess að íþrótta- og félagsstarf gangi upp. Umræðan í félagsstarfi hefur lengi verið að sjálfboðaliðum sé að fækka. Sífellt sé erfiðara að fá fólk til að taka þátt í starfinu. Samt er það svo undarlegt að þótt tími fólks sé dýrmætur virðist alltaf einhver vera til í að taka þátt, leggja sitt af mörkum, vera til staðar. Dr. Ágúst Einarsson bendir á það í bók sinni Íþróttir hérlendis í erlendu samhengi að hlut- fall sjálfboðaliða í íþróttahreyfingunni er hærra á Íslandi en í hinum Norðurlandaríkjunum. Fyrir það erum við sem störfum í íþróttahreyf- ingunni þakklát og stolt. Það væri líka virkilega erfitt að halda íþróttamót fyrir börnin okkar ef ekki væri fyrir manneskjurnar sem sinna sjálf- boðaliðastörfunum. Þá væri enginn til að dæma leikinn, enginn að skrá niður árangur- inn í stökki, engin tímataka, enginn sem gistir með liðinu, enginn að sinna sjoppuvaktinni. Öll þessi verkefni sem sjálfboðaliðar sinna og gera okkur öllum kleift að æfa íþróttir, keppa og leyfa börnunum okkar að finna sitt áhuga- mál. Starf sjálfboðaliða getur verið mjög van- þakklátt. Oft þurfa sjálfboðaliðar að taka við kvörtunum, þrífa og taka til hendinni á einn eða annan hátt svo að allir viðburðir geti farið vel fram. Samt er sjálfboðaliðastarfið gef- andi. Fólk sem sinnir sjálfboðaliðastörf- um kynnist öðrum sem deila sama áhugamáli eða sömu hugsjón. Fólki sem það hefði annars ekki kynnst og getur orðið stór hluti af lífi þess. En hvað gerist þegar sjálfboða- liða vantar? Líklega myndi allt íþrótta- og félagsstarf landsins lognast út af eða nauðsynlegt yrði að borga fólki fyrir þessa vinnu. Þá myndu félags- gjöldin hækka. Að öllum líkindum myndu margar fjölskyldur ekki hafa efni á að taka þátt í íþrótta- starfinu. Fjáraflanir fyrir félögin eru bornar uppi af iðkendum og sjálfboðaliðum. Kvenna- kvöld, karlakvöld, þorrablót, ekkert af þessu væri mögulegt ef ekki væru sjálfboðaliðar. Þess vegna vil ég nýta þetta tækifæri til að segja takk. Takk, öll þið sem leggið ykkur fram við að gera íþróttalíf landsins mögulegt. Takk, þú sem situr í stjórn deildarinn- ar. Takk, þú sem mættir að mæla á frjálsíþróttamótinu. Takk, þú sem ert alltaf til í að skúra gólfið eftir þorrablótið. Takk, þú sem reddaðir búningunum sem vantaði í leikritið. Takk, þú sem stóðst í miðasölunni. Takk, þú sem situr á ritaraborðinu. Takk fyrir að gefa dýrmæta tímann þinn. Hallbera Eiríksdóttir er sjálfboðaliði og á sæti í varastjórn UMFÍ. Efnisyfirlit 16 Viðtal við Hjörleif hjá HSH: Sprenging í starfinu í Stykkishólmi 24 Embla Líf: Starf sjálfboðaliða er gott fyrir ferilsskrána 32 Viktoría hjá Íþróttafélaginu Ívari: Ljúft og skylt að gefa til samfélagsins Leiðari Takk sjálfboðaliðar 18 Áskoranir tengdar sjálfboðaliðum 6 „Þar sem ég er hvort eða er að drepast...” 8 Íþróttahreyfingin undir sama þaki 10 Sara í Ungmennaráði UMFÍ 12 Ylva er nýr formaður NordUng 14 Allir geta verið með í ringó 20 Sjálfboðaliðar í íþróttahreyfingunni 21 Sjálfboðaliðar og forvarnir 22 Sjálfboðaliðar hjá UMFÍ 25 Jón Sverrir hjá HSÞ: Þurfum að snúa upp á handlegginn á fólki 26 Hvernig fáum við sjálfboðaliða til starfa? 28 Sjálfboðaliðar og gullna vafflan 29 Norðmenn fræðast um íþróttafélög og íþróttastyrki 30 Gunnar Helgason: Huga þarf að ábyrgð sjálfboðaliða 31 Sjálfboðaliðar Rauða krossins funduðu á Reykjum 34 Styrkir úr Fræðslu- og verkefnasjóði gefa enn af sér 35 Félagar í USVS eru óendanlega stolt af Fyrirmyndarbikarnum 36 Samstarf UMFÍ og ISCA: Flóttafólk og íþróttir 38 Hvernig á að halda þessa fundi? 40 Gamla myndin: Konungsglíman 1907 41 Jóhann Steinar: Hjálpumst að svo allir geti tekið þátt í íþróttastarfi 42 Ungmennafélagið Trausti: Spila pílu undir Fjöllunum

x

Skinfaxi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.