Skinfaxi

Árgangur

Skinfaxi - 01.01.2023, Blaðsíða 26

Skinfaxi - 01.01.2023, Blaðsíða 26
26 S K I N FA X I F rændur okkar Danir nota ýmsar aðferðir til að vekja athygli á sjálfboðaliðastörfum og fá fólk til starfa. Á heimasíðu DGI (dgi.dk), systursamtaka UMFÍ í Dan- mörku, eru m.a. greinar um leiðir til að hvetja fólk til að gerast sjálfboðaliðar. Þar er einnig sagt frá því hvað felst í því að vera sjálfboðaliði og hvað fólk græðir á því. Í einni greininni, sem ber yfirskriftina „Vil du være frivillig í DGI Øst- jylland?“ (Langar þig að gerast sjálfboðaliði hjá DGI Austur-Jótlandi?), segir í byrjun að sem sjálfboðaliði fáir þú tækifæri til að vinna við það sem þú hefur brennandi áhuga á og getir tekið þátt í því að gera gæfu- muninn í þeirri íþróttagrein sem þú ert sjálfboðaliði í. Hvað er í því fyrir mig? Þar er varpað fram klassískri spurningu: Hvað fæ ég út úr því? Svarið við því er að þú getur fengið að starfa við þá íþrótt sem þú hefur brenn- andi áhuga á og hjálpað til við að taka ákvarðanir, haft áhrif á viðburði, lagt þitt af mörkum við að þróa starfsemina og margt fleira. Þú færð með öðrum orðum tækifæri til að sýna hvað þú getur lagt af mörkum til að skapa meiri og betri íþróttaupplifun fyrir íþróttafólkið í þínu héraði. Auk þess gefi sjálfboðaliðastarf þér tækifæri til að auka færni þína innan áhugasviðs þíns, til dæmis með því að öðlast hagnýta reynslu af tilteknum verkefnum og með þátttöku í ýmsum námskeiðum, þjálfunar- prógrömmum og ráðstefnum, og það segist DGI Austur-Jótlandi að sjálfsögðu veita. Út frá því er sjálfboðaliðastarf kjörið tækifæri til að fá viðeigandi efni eða reynslu skráða í ferilskrána. Hluti af spennandi samfélagi Í greininni segir enn fremur að sem sjálfboðaliði hjá DGI Austur-Jótlandi verðir þú líka hluti af spennandi samfélagi sem samanstendur af fjöl- mörgum öðrum hæfum og duglegum sjálfboðaliðum sem hittast nokkrum sinnum á ári í tengslum við faglega og félagslega viðburði. Þetta má hæglega heimfæra á íslenskt íþróttastarf. Þar starfar fjöldi sjálfboðaliða og margir hafa myndað ævilanga vináttu í tengslum við sjálfboðaliðastörfin. Haft er eftir Hans Jørgen Hvitved, formanni DGI Austur-Jótlandi, að 46 prósent Dana myndu bjóða sig fram ef þau væru einfaldlega spurð. Þeirri spurningu er velt upp hvað fólk geti unnið við hjá DGI Austur- Jótlandi. Þar segir að starfið sem sjálfboðaliði hjá DGI Austur-Jótlandi geti verið mjög fjölbreytt, þar sem það fari eftir því hverju fólk hafi áhuga á og hvað einstakar íþróttagreinar séu að fást við. Verkefnin geti verið fólgin í því að búa til og halda viðburði, koma að ýmsum verkefnaferl- um, markaðs- og samskiptaverkefnum og allt þar á milli. Með öðrum orðum sé mikið úrval af verkefnum sem fólk geti unnið að sem sjálf- boðaliðar. Að lokum segjast þau vera mjög opin fyrir því sem hver og einn geti unnið með og að það sé þeim mikilvægt að fólk vinni með það sem það hafi brennandi áhuga á. Þau segjast því skoða færni fólks og áhuga- mál og tengja það við þarfir þess. Þau taka líka fram að þau séu alltaf tilbúin að hlusta á nýjar hugmyndir og frumkvæði. Og spyrja svo að lokum: Hefur þú áhuga? Við hlökkum til að heyra frá þér! Hvað færð þú út úr því að vera sjálfboðaliði? • Þú færð tækifæri til meiri þátttöku í íþróttagreininni þinni. • Þú hjálpar til við að taka ákvarðanir og hefur áhrif á viðburði, athafnir og verkefni. • Þú færð mikla upplifun og hagnýta reynslu í ferilskrána þína. • Þú færð góða baráttufélaga og stórt tengslanet, bæði sjálf- boðaliða og starfsmanna. Þú ákveður sjálf(ur) hvað sjálfboðaliðastarf þitt snýst um. Við munum sameiginlega komast að því hvernig færni þín nýtist best í samtökum okkar. Vinsamlegast hafðu samband við okkur ef þú vilt heyra meira um að vera sjálfboðaliði eða skrá þig sem sjálfboðaliði hjá DGI Austur-Jótlandi. Við hlökkum til að heyra frá þér. Hvernig fáum við sjálfboðaliða til starfa? – Þetta gera Danir

x

Skinfaxi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.