Skinfaxi

Árgangur

Skinfaxi - 01.01.2023, Blaðsíða 29

Skinfaxi - 01.01.2023, Blaðsíða 29
 S K I N FA X I 29 T æpur 30 manna hópur Norð- manna sem öll vinna við íþróttir í ólíkum sveitarfélögum Rogaland fylkis heimsótti Ísland um miðjan apríl til að fræðast um íþrótta- starfið á Íslandi, um frístundastyrki, skipulag og fjármögnun íþróttafélaga , tengsl skóla og frístundastarfs og margt fleira. Rogaland er í suðvesturhluta Noregs og eitt af ellefu fylkjum landsins. Íbúar Rogalands eru meira en hálf milljón. Uppbygging og sérkenni Ragnhildur Skúladóttir, sviðsstjóri fræðslu- og almenningsíþróttasviðs ÍSÍ, og Auður Inga Þorsteinsdóttir, framkvæmdastjóri UMFÍ, voru með fyrirlestra fyrir hópinn um uppbyggingu íþróttahreyfingarinnar á Íslandi og um sér- kenni barna- og unglingastarfs hér á landi. Að auki voru þær hópnum innan handar þá tvo daga sem heimsókn þeirra stóð yfir. Íþróttamannvirki skoðuð Hópurinn fór í heimsókn í Laugardalshöllina þar sem Birgir Bárðarson framkvæmdastjóri hallarinnar tók á móti hópnum. Þaðan var ferð- inni heitið til Ármanns þar sem Jón Þór Ólason framkvæmdastjóri tók á móti hópnum, sagði frá félaginu og sýndi mannvirkin. Næsti við- komustaður var Laugardalsvöllur, þar sem Kristinn V. Jóhannsson tók á móti hópnum og gekk með þau um mannvirkið og að lokum skoðaði hópurinn Laugardalslaug þar sem Árni Jónsson hélt góða kynningu. Jóhanna Garðarsdóttir hjá Reykjavíkurborg fór yfir frístundakort borgarinnar, nýtingu þeirra, áskoranir og tækifæri. Hópurinn fór líka í skoðunarferð um ný og glæsileg íþróttamannvirki Fram í Úlfarsárdal og fékk upplýsingar um þá miklu uppbyggingu sem þar hefur farið fram, en þar tók íþrótta- stjórinn Þór Björnsson á móti hópnum. Haldið austur fyrir fjall Að því loknu lá leiðin austur fyrir fjall að skoða Hellisheiðarvirkjun og áfram til Selfoss þar sem Engilbert Olgeirsson framkvæmda- stjóri HSK, Helgi S. Haraldsson, formaður Umf. Selfoss, og Bragi Bjarnason, formaður bæjarráðs Sveitarfélagsins Árborgar, tóku á móti hópnum og sögðu frá starfseminni og sýndu þeim íþróttamannvirkin á vallarsvæðinu. Frá Selfossi lá leiðin til Þingvalla þar sem Almannagjá var gengin. Ferðin endaði svo í böðunum í Hvammsvík. Norðmennirnir voru þakklátir fyrir mjög góðar móttökur alls staðar sem þeir komu. Norðmenn fræðast um íþróttafélög og íþróttastyrki Hópur Norðmanna sem vinnur við íþróttir í sveitarfélögum í Rogalandfylki heimsótti Ísland og fræddist um íþróttastarfið á suðvesturhorninu.

x

Skinfaxi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.