Skinfaxi

Árgangur

Skinfaxi - 01.01.2023, Blaðsíða 10

Skinfaxi - 01.01.2023, Blaðsíða 10
10 S K I N FA X I „Mér finnst ótrúlega gaman í Ungmennaráðinu, er búin að kynnast þar frábæru fólki og fá fullt af geggjuðum tækifærum,“ segir Sara J. Geirs- dóttir. Hún á sæti í Ungmennaráði UMFÍ, sem fundaði í fyrsta sinn í mars í nýrri þjónustumiðstöð UMFÍ. Þetta var fimmtándi fundur ráðsins á starfstímabilinu. Fundað hefur verið á ýmsum stöðum, í Grafarvogi með ungmennaráði þar, með fjarfundarbúnaði og með ýmsum öðrum hætti. Fundurinn í Grafarvogi var fyrsti fundur ráðsins með ungmenna- ráði Grafarvogs, en fundað var á skrifstofu ungmennafélagsins Fjölnis í Egilshöll. Félagið var með beina aðild að UMFÍ þar til Íþróttabanda- lag Reykjavíkur (ÍBR) gerðist sambandsaðili. Fundurinn í þjónustumiðstöðinni var fyrsti staðfundur ráðsins á nýjum stað og mættu allir úr ráðinu á fundinn, meira að segja tveir meðlimir sem eru í meistaranámi í Kaupmannahöfn. Í ungmennaráði UMFÍ sitja ungmenni 16 ára og eldri af landinu öllu. Sara, sem er fremst á myndinni vinstra megin, er einmitt með þeim yngri. Hún er 16 ára. Hún segir nóg um að vera í Ungmennaráðinu. Það sé á fullu að undir- búa nokkur verkefni, þar á meðal skemmtisólarhring, sem er tækifæri fyrir ungt fólk til að koma saman og kynnast nýju fólki. Auk þess undir- býr ráðið viðburðinn Samtal ungmennaráða, þar sem fulltrúum allra ungmennaráða á Íslandi er boðið að deila reynslu sinni. Stærsti við- burður Ungmennaráðs UMFÍ er ungmennaráðstefnan Ungt fólk og lýðræði, sem verður haldin í Skólabúðum UMFÍ að Reykjum í Hrúta- firði dagana 22.–24. september. Yfirskrift ráðstefnunnar verður Að jörðu skaltu aftur verða og verður áherslan á umhverfismál. Sara segir fróðlegt að vera í Ungmennaráði UMFÍ. „Ég er alltaf að læra nýja hluti. Þetta er mjög eflandi og ég mæli með því fyrir alla!“ segir hún. Ungmennaráð UMFÍ er skipað níu ungmennum á aldrinum 16–25 ára. Við skipun í ráðið er horft til þess að þau sem í því sitja séu á öllum aldri, af öllum kynjum og séu á einhvern hátt þverskurður af ungu fólki. Helsta hlutverk ráðsins er að vera stjórn UMFÍ til ráðgjafar um málefni ungs fólks og skipuleggja og standa fyrir viðburðum fyrir ungt fólk. Fundir ráðsins eru alla jafna haldnir á 4–6 vikna fresti ýmist með fjarfundarbúnaði og/eða sem staðfundir. Nýr meðlimur kom inn í Ungmennaráð UMFÍ á vordögum. Sá heitir Ernir Daði Arnbergz og er frá Hvanneyri. Hann er á 16. ári og æfir knattspyrnu með ÍA, er fulltrúi í Ungmennaráði Borgarbyggðar og í nemendafélagi grunnskólans. Ernir hefur tekið þátt á Unglingalandsmótum UMFÍ frá 10 ára aldri og komið sem gestur á ungmennaráðstefnuna Ungt fólk og lýðræði. Sara í Ungmennaráði UMFÍ: Fullt af geggjuðum tækifærum Ungmennaráð UMFÍ samanstendur af ungu fólki frá 16 ára aldri. Yngsti meðlimur ráðsins er orkubolti frá Suðurlandi sem flutti í borgina til að fara í framhaldsskóla í Ármúla. Hrefna Dís Pálsdóttir, Halla Margrét Jónsdóttir og Sara J. Geirsdóttir.

x

Skinfaxi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.