Úrval - 01.02.1958, Page 6

Úrval - 01.02.1958, Page 6
ÍTRVAL vor — og í þeirra hópi eru ýms- ir þeir, sem skrifa um þessi mál í blöð og tímarit — vilja telja oss trú um, að ástandið meðal æskulýðsins sé ekkert verra en það hefur verið. Æskan, segja þeir, hefur alltaf verið ódæl og mun alltaf verða það. Börn, einkum milli tektar og tvítugs, eru að eðlisfari uppreisnargjörn. Það sem oss virðist vera alda ofbeldis og glæpa er ekkert nýtt; það eru blöðin, sem bá- súna þetta út til þess að afla sér kaupenda. Og þó svo að fá- einir slæmir unglingar geri sig seka um ofbeldisverk, er það þá nokkuð til að gera veður út af? Langflestir unglingar eru heiðarlegir og löghlýðnir; þeir sækja kirkjur og sunnudaga- skóla, hlýða foreldrum sínum og kennurum og eru hjálplegir heimafyrir. Hættið að hugsa um þetta og sinnið ykkar eigin störf um! Ég get ekki hætt að hugsa um það, því að starf mitt er að fást við vandræðaunglinga. Ég get ekki hætt að hugsa um það, því að staðreyndimar hrópa á mig. Skýrslur um af- brot unglinga sýna, að þeim fer ískyggilega fjölgandi. Óánægja meðal unglinga fer vaxandi, og æ fleiri æskumenn lenda á villi- götum. Ég get ekki hætt að hugsa um það, því að ég sé með eigin augum hin vaxandi þrengsli í réttarsölum, sjúkrahúsum, fang- elsum og uppeldisheimilum, þar ÆSKA Á HELVEGI sem afbrotaunglingar standa í þrjózkufullri þögn. Ég get ekki hætt að hugsa um það, því að í eyrum mér klingja kvartanir kennara og lögreglumanna, og neyðarköll úrræðalausra for- eldra, og orð unglinganna sjálfra, sem mér eru sögð í trún- aði í krafti þess starfs, sem ég hef með höndum. Ef vér viljum kryfja til mergjar hver sé orsök þess vandræðaástands, sem nú ríkir meðal æskulýðsins, hljótum vér fyrst af öllu að taka eftir því, að gagnger breyting hefur orðið á eðli þess æviskeiðs sem vér nefnum æsku. Á tveim kynslóð- um hefur, að mínu áliti, orðið örlagarík breyting á þróunar- skeiðinu milli bernsku og full- orðinsára. Á öðrum stað hef ég lýst þessu fyrirbrigði þannig, að það sé breyting úr ,,andófi“ í ,,uppsteit“*)- Af því að ég vil með þessum orðum gera lesend- unum ljósan gagngeran mun á æskulýð nútímans og æskulýð fyrri tíma, þarfnast þau nánari skilgreiningar. Andóf er — eða var til skamms tíma — náttúrlegt við- bragð æskunnar. Svo langt aft- ur sem saga samfélags vors nær, og í öllum frumstæðum þjóðfélögum, sem vér þekkjum, hefur annar áratugur ævinnar verið talinn erfiðleikatímabil bæði í andlegu og líkamlegu til- *) Höf. notar á ensku orðin „rebil- lion“ og ,,mutiny“. — Þýð. 4
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116

x

Úrval

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Úrval
https://timarit.is/publication/1841

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.