Úrval - 01.02.1958, Síða 14

Úrval - 01.02.1958, Síða 14
ÚRVAL grimmd og uppreisnarandi án nokkurs markmiðs var einkenni á lokaskeiði þeirra allra að áliti sagnfræðina. Þegar dró að lok- um þeirra kom fram á sjónar- sviðið ný manntegund í stað þeirrar, sem áður hafði einkennt hlutaðeigandi menningarskeið. Þessi maður, ef hægt er að kalla hann því nafni, hafði verið rú- inn sérkennum sínum, hann var hugsunarlaus vél, viljalaust verkfæri þeirra ástríðna, sem bærast í hópsálinni. Dæmin eru mörg — hrun menningar Hittíta (skilgreining Toynbees) eftir styrjöld þeirra við Egypta um 1200 f. Kr.; upplausn hellenskr- ar menningar eftir 400 f. Kr.; hrun Rómaveldis eftir 380 e. Kr. Hrun Rómaveldis er sérlega ljóst dæmi um það hvernig svip- laust múgmennið kemur fram á sjónarsviðið þegar menning kemst á lokaskeið sitt, því að samtímalýsingar frá þeim tíma og þangað til kristin vestræn menning rís (um 700 e. Kr.) eru aflestrar eins og vikugömul dagblöð. Þá, eins og nú, þjáðust menn af öryggisleysi og geig, einstaklingseðli og persónuleika var meinað að njóta sín og upp af lömuðu sjálfi og ótta spratt ofbeldi og hatur. Múgmennið virðist afsprengi þeirra tíma þegar samfélagið er reirt í viðjar valdboðs á öllum sviðum. Virðing fyrir einstakl- ingnum hverfur, og allt skipulag samfélagsins verður að máttugu tæki til að viðhalda þeim hegð- ÆSKA Á HELVEGI unarreglum, sem valdhafamir hafa sett. Megindyggð manns í slíku samfélagi er sú, að hann sé ekki frábrugðinn öðrum mönnum. Þrúgun einstaklings- eðlisins vekur sjálfsógeð, eirðar- leysi og hugaræsing. Þetta sál- arástand leitar sér síðan útrás- ar í glæpum, hatri, styrjöldum og ofsahræðslu. Að lokum gerir lífið sjálft uppreisn, og samfé- lagið, sem þannig er ástatt um, eyðist í sínum eigin eldi, eða veslast upp (eins og menning Hellena), en upp af því rís þróttmeira samfélag, sem byrj- ar á því að setja manngildið í hásæti. Krafan um, að allir skuli vera eins er þannig rótin að psýkópatíu nútímans, og til hennar má rekja tilkomu múg- mennisins. Þegar samfélagið er komið á það stig, að það er tal- in höfuðdyggð að hugsa og hegða sér eins og allir aðrir, er sjálf tilvera þess í hættu. Sam- félag vort er því miður komið á það stig. Vestræn menning hefur á und- anförnum áratugum verið að steinrenna hægt og hægt. Allt hefur hnigið í þá átt að bæla niður einstaklingseðlið, og vax- andi áherzla verið lögð á, að allir séu sem líkastir í hugsun og hegðun. Svo uggvænlega langt er þetta komið, að ekki nægir lengur að hver og einn hagi sér eins og allir aðrir, held- ur er skoðunum manna og trú stjómað í ríkara mæh en 12
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116

x

Úrval

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Úrval
https://timarit.is/publication/1841

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.