Úrval - 01.02.1958, Qupperneq 22
TjRVAL
MARGT ER LÍKT MEÐ MÖNNUM OG DfRUM
arinnar. Slíkir dómar eigi alls
ekki við þar sem eðlishvatir
ráði líferninu. Þannig getur
hann lýst mannlegum syndum
dýranna með beztu samvizku.
Með ástríðuhita, sem sjálfum
Balzac væri samboðinn, segir
hann langa, dapra sögu um ve-
sælan krákubróður, sem var
tældur að heiman af einbeittum
kvenfugli. Svanir eru einkvæn-
isfuglar og ættu samkvæmt öll-
mn lögmálum náttúrunnar að
vera trúir maka sínum ævilangt,
en dr. Lorenz segir okkur frá
gömlum karlsvani, sem ,,rak ó-
vægilega í burtu ástleitinn kven-
svan, er kom nálægt hreiðrinu
þar sem frú hans sat. En þann
sama dag átti hann stefnumót
við þessa nýju vinkonu hinum
megin vatnsins, og gaf henni
hjarta sitt umsvifalaust".
Dr. Lorenz finnur líka hjá
dýrunum það, sem kallað hefur
verið „mannlegur veikleiki“.
Hann játar hreinskilnislega, að
uppáhaldshundurinn hans,
Bully, hafi verið útsmoginn
„lygalaupur". Bully hljóp alltaf
á móti honum við hliðið með
fleðulátum, en ef ókunnugir
komu þá sömu leið, gelti hann
grimmdarlega. Á efri árum fór
Bully mjög að tapa sjón og dag
nokkum, þegar hann fann ekki
lyktina af húsbónda sínum
vegna vindstöðunnar, brást hon-
um bogalistin og hann fór að
gelta ofsafengið. Þegar hann
kom nær og uppgötvaði mistök
sín, nam hann staðar sem
snöggvast, þaut svo framhjá
honum út um hliðið og yfir göt-
una og þóttist fara að gelta þar
að hundi nágrannans, sem þó
var hvergi sjáanlegur. Við
mundum sjálfsagt kalla þetta
hvíta lygi, en það lá svo sannar-
lega engin einlægni á bak við.
Kettir eru mjög merkilegir
með sig og mega ekki vamm sitt
vita í neinu. Ef þeir t. d. renna
á gljáfægðu gólfi og taka við
það aðra stefnu en þeir ætluðu,
byrja þeir að skoða þar ein-
hvern sérstakan hlut og snasa
að honum hátt og lágt eins og
það hafi verið tilgangur þeirra
frá upphafi.
„Konur og börn á undan“ er
aðalsmerki hins sanna riddara,
en ekki lifa mennimir alltaf
samkvæmt þeirri gullvægu
reglu. Hins vegar er hægt að
reiða sig á, að hundar geri það.
Grimmasti varðhundur, sem er
ógnvaldur allra kynbræðra
sinna í nágrenninu, myndi aldr-
ei blaka við ungum hvolpi eða
tík. Ef fyrir kæmi, að gömul,
taugaveikluð uppgjafatík réðist
á hann, myndi hún algerlega slá
hann út af laginu. Stolt hans
hindrar hann í að flýja, en á
hinn bóginn fær hann ekki af
sér að taka á móti. Hann stend-
ur bara í sömu spomm eða
hringsnýst sitt á hvað, alveg ut-
an við sig, og tvístígur eins og
feiminn skólastrákur.
„Göfuglyndi gagnvart sigmð-
um andstæðingi" er önnur regla,
sem mannkynið hefur stöku
20