Úrval - 01.02.1958, Síða 23
MARGT ER LlKT MEÐ MÖNNUM OG DÝRUM
ÚRVAL
sinnum fylgt. *— Meðal úlfa
er hann órjúfandi lögmál —
,,náttúrulögmál“. Og margir
villtir fuglar eru þannig gerðir,
þó að við sjáum sjaldnast dæmi
þess í hænsnagarðinum nema þá
hjá kalkúnum. Dr. Lorenz lýsir
skemmtilega viðureign tveggja
úlfa. Sá veikari hörfaði upp að
girðingu og stóð þar grafkyrr,
nema hvað hann hallaði höfðinu,
svo að andstæðingurinn sæi bet-
ur háls hans, þann hluta líkam-
ans, sem veikastur var fyrir
árásum. Þetta var merki um al-
gera uppgjöf, beiðni um vægð,
sem sigurvegarinn gat ekki ann-
að en tekið til greina. Hann urr-
aði að vísu grimmdarlega, en
hikaði við að veita hinum bana-
sárið. Og sá, er ósigurinn beið,
gat verið fyllilega óhultur með-
an hann stóð í þessum stelling-
um.
Sama göfuglyndið — og við
getum kallað það því nafni — er
líka að finna hjá mörgum hund-
um. Sumir fuglar ganga svo
langt, að þeir hafa sérstök
,,hljóðmerki“ til að vekja þessa
vægðarkennd hjá óvininum.
Þegar kalkúnhani hefur fengið
nóg af þeim „ofsafengnu glímu-
átökum“, sem eru tíð meðal
þessara fugla, leggst hann endi-
langur á jörðina og teygir úr
hálsinum. Og þó að sigurvegar-
anum væri ekkert kærara en að
mega höggva og sparka í fall-
inn andstæðing sinn, verður
honum það um megn, er hann
sér hann biðja sér vægðar á
þennan hátt.
Eignarrétturinn og viðleitnin
til að verja hann er heilbrigð
og áköf eðlishvöt, sem mörg dýr
eru gædd í ríkum mæli. Það er
oftast nær þessi réttur, sem
fuglamir era að krefjast, þegar
þeir sitja í trjátoppunum og
syngja. Þeir eru þá að kalla:
„Þetta er okkar landareign —
við viljum enga óboðna gesti!“
Önnur dýr hafa sérstæðari
hátt á þessu. Á slönguætunni er
t. d. kirtill, sem gefur frá sér
vökva, og með honum merkir
dýrið sér land. Ef mörkin eru
þurrkuð af með votum klút,
kemur skepnan að vörmu spori
og merkir landið á nýjan leik.
Forstjóri dýragarðsins í Was-
hington sagði mér eftirfarandi
sögu um tilraunir sínar til að
para saman hlébarða:
Hann hafði þau hvort í sínu
búri, þangað til þau voru orðin
bálskotin; einkum var það hlé-
barðakarlinn, sem var ástfang-
inn upp fyrir höfuð. En þegar
kvendýrinu var hleypt inn í búr-
ið til hans, gleymdi hann öllu
nema því að verja eignarrétt-
inn. Óður af bræði yfir frekj-
unni í „unnustunni", rak hann
upp grimmilegt öskur og sló hana
banahögg með hramminum.
Þannig er það náttúran sjálf,
en ekki maðurinn, sem átti hug-
myndina að því gáfulega uppá-
tæki, en jafnframt ótvíræðu á-
nægju, að eiga litla skák af þeim
hnetti, er við byggjum.
21