Úrval - 01.02.1958, Síða 26
ÚRVAL
SMÁTT OG STÓRT í HINNI NÝJU HEIMSMYND
reikna með að hitinn sé yfir
20 milljónir gráða og þrýsting-
urinn um 100 milljarðar loft-
þyngda. Þar er vetninu þjapp-
að svo mikið saman, að þétt-
leiki þess er um fimm sinnum
meiri en platínu.
Enda þótt við gætum gert
eftirlíkingu af hinu sérkenni-
lega ástandi sem ríkir í iðrum
sólarinnar, mundi það stoða lítt,
því að breyting vetnisins í hel-
ium — sem fyrir hvataáhrif
kolaefnis og köfnunarefnis —•
er ekki hraðfara; hin svonefnda
kolaefnishringrás er um 5
milljónir ára að renna skeið sitt
á enda. Fyrir sólina skiptir það
ekki máli, hún getur beðið. En
okkur mönnunum liggur á. Við
verðum að finna aðra lausn —
og þá lausn höfum við fundið.
Við höfum gert okkur tæki,
sem við nefnum reaktor eða
úranhla'öa. Hann er reistur á
annarri grundvallarreglu: það
má næstum segja gagnstæðri
meginreglu. 1 stað þess að
breyta vetni í helium og fá við
það orku, er orka fengin úr
úranhlaðanum með því að
kljúfa þung atóm. Kosturinn
við úranhlaðann er sá, að hon-
um er hægt að stjórna með ein-
földu móti, blátt áfram með því
að snúa handfangi. Svona úr-
anhlaði var í fyrsta skipti sett-
ur í gang 2. desember 1942.
Þann dag hófst atómöldin!
Þetta gerðist í Chicago. Ef allt
hefði verið með felldu, hefði
slíkur merkisatburður átt að
kunngjörast öllum heimi. En í
stað þess var farið með þetta
sem strangasta hernaðarleynd-
armál. Framhaldið þekkja allir:
Bandaríkjamenn lögðu 2 mill-
jarða dollara í hið áhættusama
fyrirtæki — og hlutu kjarn-
orkusprengjuna í arð og bundu
með henni enda á stríðið við
Japani.
Það hefur verið sagt, að at-
ómsprengjan væri gagnvart úr-
anhlaðanum eins og dynamit-
sprengjan gagnvart kolahlaða,
og sú samlíking er ekki fjarri
lagi.
Ahugi manna beinist nú mjög
að hinum friðsama úranhlaða.
,,Brunanum“ í honum er hægt
að stjórna á sama hátt og við
stjórnum bruna í kolahlaða með
því að auka eða minnka trekk-
inn. I báðum tilfellum fást verð-
mæt úrgangsefni, og það er
hægt að hagnýta hitann.
En hvernig er þessi merki-
legi úranhlaði að innan? I
meginatriðum mjög einfaldur.
Gildum stöngum úr hreinum úr-
anmálmi er hlaðið saman með
öðrum efnum (þungu vatni eða
grafíti), sem hefur það hlutverk
að vera einskonar hemill (mod-
erator). Til öryggis er svo
nauðsynlegt að geta sökkt plöt-
rm eða stöngum úr kadmium
niður í hlaðann. En til þess að
hlaðinn geti komið að gagni
verða að vera í honum nokkrar
lestir af úranmálmi og jafn-
mikið eða meira af hemilefni.
Þegar hlaðið hefur verið upp
24