Úrval - 01.02.1958, Page 30
„Övinsælar“ kallar höfundur þessarar
„hugleiðingar rnn misnotkun ROdsút-
varpsins á valdaaðstöðu sinni“.
Hinn almáttugi glymsendir
Grein úr „Politiken“,
eftir Einar Skov.
Flestir munu hafa lesio eöa heyrt um getraunaþátt einn mikinn,
sem tröllriðið hefur amerísku sjónvarpi undanfarin tvö ár að minnsta,
kosti. Verðlaunin eru ekki skorin við nögl. Þau tvöfaldast við hverja
spurningu sem spyrjandi svarar, en jafnframt eru hver unnin verð-
laun lögð að veði við hverja nýja spurningu, þannig að sé henni svar-
oð rangt fœr spyrjandinn ekkert. Danska útvarpið tók upp sams-
konur getraunaþátt og gaf honum nafnið „Kvit eller dobbelt“. Var
svo mikið hlustað á hann, að ekki verður við annað jafnað hér á
landi en lestur Helga Hjörvar á Bör Börsson, en sagt var, að kvik-
myndahús og aðrir skemmtistaðir stœðu hálftóm þau kvöld sem Helgi
las söguna um Bör. — Þessi einstceði hlustendaáhugi varð tilefni
eftirfarandi hugleiðinga, sem fyrr
á landi einnig.
A UÐVITAÐ eru „kvit eller
dobbelt“ getraunirnar í út-
varpi og sjónvarpi í sjálfu sér
meinlaus hégómi og raunar
hreint ekki óskemmtilegur, og
segja má, að þeir sení ekki
kæra sig um að hlusta á þær
geti sem bezt skrúfað fyrir.
En þegar það fréttist, að í
hvert skipti sem þessi láns-
hugmynd frá bandaríska sjón-
varpinu er á dagskránni lam-
ist ýmsar greinar hins frjálsa
menningarlífs í landinu, horfir
málið allt öðruvísi við. Þá er
ekki lengur um það að ræða
hvort það er meiri eða minni
hégómi sem þeir eru að brugga
þarna í Ríkisútvarpinu, heldur
verður manni enn einu sinni
varir geta orðið tímabcerar héi'
óhugnanlega ljóst hve almátt-
ug áhrif Ríkisútvarpsins eru
í þjóðfélagi voru, og við þá til-
hugsun rennur manni kalt vatn
milli skinns og hörunds.
Þegar nokkrir hugdjarfir
landar standa fyrir framan
hljóðnemann og keppa um
10.000 króna verðlaun og eru
í síðustu umferðunum ein-
angraðir í „hugsanaklefum“
meðan hlustendur bíða í ofvæni,
standa ekki aðeins öll veit-
ingahús tóm, heldur sýna bíó-
in góðar (og lélegar) myndir
fyrir auðum bekkjum, frábær-
ir leikarar bjóða list sína hálf-
tómum húsum, fyrirlestrum er
aflýst, hljómleikar eru haldnir
með stórtapi. Og í skemmtideild
28