Úrval - 01.02.1958, Síða 34
Japanskir bændur gjörnýta iand sitt
Grein úr „The Far East“,
eftir Palrick Diamond.
Það hefur maryt oy mikið verið skrifað um japanska menningu
og viðhorf Japana til vestrœnnar menningar, m. a. í Úrvali, en það
er jafnan japönsk borgarmenning, sem okkur cr sýnd, það vill
gleymast, að nœrri helmingur þjóðarinnar er bændur og búalið,
sem nœsta lítil kynni hefur haft af Vesturlandabúum, og býr við
meiri þrengsli en bcendur í nokkru öðru landi heims. En neyðin
kennir naktri konu að spinna svo sem glöggt má sjá af þessari
stuttu grein.
‘jC'NGINN blettur lands í Jap-
^ an er of lítill til þess að
bann sé ekki nýttur. Gamall,
ónotaður vegur, þríhyrningur,
sem myndast við að vegir mæt-
ast skáhallt, rústir brunninna
húsa, allt er notað. Á grýttum
hæðum hafa bændurnir jafnað
metersbreiðar akurræmur. Þeir
hafa sneitt af rótum fjalla og
hæða til þess að stækka akra
sína neðra. Þeir hafa breytt
rnýrum og fenjum í rísakra með
þrautseigri baráttu við náttúru-
öflin.
Sex-sjöundu hlutar af öllu
japönsku landi, sem er rúmir
38 millj. hektara, er fjallendi,
sem jafnvel Japanir geta ekki
iæktað. Eftir er þá aðeins um
5,5 millj. hektara til ræktunar;
sléttlendi er aðeins í dölum sem
ár renna um og við ströndina.
íbúar landsins erú 88,5 millj.
Um 39 millj. lifá á landbúnaði
og búa á jörðum, sem eru að
meðaltali tæpur hektari. Fyr-
ir áhrif Bandaríkjamanna var
stórjörðum skipt eftir styrj-
öldina, og nú eiga um 90%
bænda jarðir sínar.
Það lætur nærri að um 15
manns komi á hvern hektara
ræktaðs lands — og eru það
miklu meiri þrengsli en í nokkru
öðru landi heims. Japanir flytja
inn aðeins fjórða hluta af mat-
vælum sínum; að svona lítið er
flutt inn er mest að þakka
dugnaði, iðni og ótrúlegri þraut-
seigju bænda landsins.
Ræktunin er margvísleg —
mórberjatré (til eldis silki-
orma), tóbak, hveiti, bygg,
kartöflur og næstum allar teg-
undir grænmetis. En langmest
er ræktað af hrísgrjónum. Má
segja að hver blettur, sem til
þess er nothæfur, sé hrísgrjóna-
akur. Mest er af þeim í fjalls-
hlíðurium þar sem þeir mynda
stalla þannig að til að sjá er
32