Úrval - 01.02.1958, Qupperneq 35
JAPANSKIR BÆNDUR GJÖRNÝTA LAND SITT
ÚRYAL
fjallshlíðin eins og trappa, eða
í dölunum, úr loftinu að sjá
eins og endalausir liðormar.
Þeim er þannig fyrir komið,
að nokkurra þumlunga hæðar-
munur er á hverjum tveim sam-
hliða ökrum, og vatn af þeim
hærri seitlar stöðugt niður á
þann lægri.
Að útvega vatn gæti reynzt
færustu verkfræðingum tor-
velt, og öll sú vinna sem farið
hefur í það að leggja vatns-
leiðslur úr bambusstöngum
mundi vekja undrun höfunda
pýramídanna. En þegar jap-
anskan bónda vantar vatn, þá
nær hann í það — einhvernveg-
inn! Ef ekki er nein uppspretta
efra, þá eru grafnir þar geysi-
stórir vatnsgeymar, og um
regntímann, sem kemur í byrj-
un júní, rétt fyrir sáningar-
tímann, eru þeir fylltir.
Ekkert er jafnviðkvæmt
deilumál milli japanskra bænda
og hagnýting vatnsins. Vei
þeim bónda, sem stöðvar rennsli
á vatni á akurinn fyrir neð-
an sig, ef skortur er á vatni.
Það er ekki fátítt að slíkt leiði
til meiðinga eða jafnvel morðs.
Ekki eru neinar viðamiklar
girðingar milli akranna. 1 Iandi
þar sem jarðnæðið er svo dýr-
mætt, væri slíkt sóun á landi.
Lágir moldargarðar um fet á
breidd skilja að hina litlu rís-
akra og eru jafnframt til þess
að halda nægu vatni á ökrun-
um. En jafnvel þessir garðar
eni nýttir; í þá er sáð baunum,
styrkja rætur þeirra garðana
og koma í veg fyrir að vatnið
skoli burt moldinni úr þeim.
En víða er nú farið að leggja
lága steingarða, um 10 sm á
þykkt.
Bændur byrja daginn við sól-
arupprás, og þegar sólin er að
setjast má sjá þá arka þreytu-
lega heim á leið til stráúeftra
kofanna, sem standa í þyrpingu
í fjallshlíðunum ofan við rís-
akrana.
Starf sveitakonunnar er þó
hálfu erfiðara. Hún fer fyrst á
fætur á morgnana, býr til
morgunmatinn, býr börnin að
heiman í skóla, hjálpar til að
gefa búpeningnum, og þegar
sólin gægist upp fyrir fjalls-
eggjarnar má sjá hana við hlið
bónda síns á leið út á akurinn.
Oft er hún með ungbarn í poka
á bakinu meðan hún er að
vinna.
Unnið er sunnudaga jafnt og
aðra daga, en um nýárið er
nokkurra daga frí, þá er mesta
hátíð ársins í Japan. Stundum
tekur fjölskyldan sér nokkra
daga leyfi í ágúst til þess að
vitja musteris í nágrenninu og
votta þar látnum forfeðrum
virðingu sína. Þá eru einnig há-
tíðahöld í þorpunum þegar hrís-
grjónaplönturnar eru settar nið-
ur og eins þegar uppskerunni
er lokið.
Japanskir bændur nýta jörð-
ina eins og framast er unnt.
Með hugvitsamlegri víxlræktun
og nákvæmum áburði tekst