Úrval - 01.02.1958, Side 36
ÍTRVAL
JAPANSKIR BÆNDUR GJÖRNÝTA LAND SITT
þeim að rækta tvær uppsker-
ur á sama akrinum á ári, og
oft er sáð til annarrar upp-
skerunnar áður en sú fyrri hef-
ur verið hirt. Byggi og hveiti
er t. d. venjulega sáð í raðir, og
fáum mánuðum áður en kornið
er fullþroska sáir bóndinn ein-
hverju öðru, t. d. tómötum, milli
raðanna. Kornið er skorið með
handsigðum til þess að særa
ekki tómatplönturnar. Þannig
er komizt hjá töfum milli þess
sem fyrri uppskeran er hirt og
sáð til þeirrar síðari.
Ein afleiðing þess hve landið
er gemýtt til ræktunar er sú,
að lítið land er afgangs til beit-
ar fyrir búpening eða til fóður-
ræktunar. Þessvegna er yfirleitt
lítið af búpening í Japan. I
stað kjöts éta Japanir fisk, enda
eru þeir mesta fiskveiðiþjóð í
heimi.
Á síðustu árum eru bændur
víða farnir að nota litlar vélar
af ýmsu tagi. Aki maður fram-
hjá sveitabýlum má á einum
stað sjá bændur þreskja og
hreinsa kom með sömu aðferð-
um og tækjum og bændur í
ísrael notuðu á dögum Krists,
en á næsta bæ má kannski sjá
litla, en afkastamikla þreski-
og hreinsunarvél, sem smá-
bændur í öðrum löndum mundu
öfunda þá af.
Algengt er að rafmagnsmót-
orar séu notaðir til að knýja
þessar þreskivélar. Rafmagn er
að heita má alls staðar í Jap-
an og japanskir bændur nota
það til margs.
Skordýr valda oft miklu tjóni
á rísuppskeru. Ein aðferð til
þess að eyða þeim er að setja
logandi rafmagnsperu yfir stór-
an disk með olíu á. Þegar
dimmt er orðið, er kveikt á
perunni, flugurnar hænast að
Ijósinu og lenda unnvörpum í
olíunni.
Samvinna er mikil meðal
bænda í sveitaþorpunum. Al-
gengt er að sveitastjórnin ann-
ist inkaup á vélum handa bænd-
um. Allajafna er samvinna með-
a) bænda um sáningu. Sá bóndi,
sem brýtur í bága við þær
reglur, sem gilda í þorpi hans,
getur átt á hættu að verða fyr-
ir Mura hachi-bu, en það merk-
ir, að allir í þorpinu neita að
hafa samvinnu eða samneyti við
hann.
Þegar hart er í ári, lenda
japanskir bændur oft í klón-
um á okrurum, sem taka of-
boðslegar rentur af smálánum.
Tíu prósent á mánuði er ekki
fátítt. Stundum kemst bóndi í
svo mikil fjárhagsvandræði, að
hann neyðist til að selja dóttur
sína geishahúsi, sem er eins-
konar vændishús. Dæmi eru til
þess að heilar fjölskyldur hafa
framið sjálfsmorð út af slík-
um fjárkröggum.
34