Úrval - 01.02.1958, Qupperneq 53
FRÆGÐ OG GJÖRVILEIKI
ÚRVAL
þrotin að kröftum, að um leið
og hann sté út úr vélinni féll
hann í ómegin. Hann var í
skyndi borinn út af vellinum,
og þannig gátu fyrstu móttök-
urnar farið fram án þess að
virðuleikanum væri hætta búin
— til þess að varpa Ijóma á
þær voru viðstaddir ráðherrar
hers og flota, borgarstjóri New
York, forsætisráðherra Kanada,
ríkisstjórarnir Fanniman, Gro-
ves, McFeely og Critchfield, auk
borðalagðra evrópskra sendi-
herra. Smurch komst jafnvel
ekki nógu snemma til sjálfs sín
til þess að taka þátt í hinni
miklu veizlu, sem haldin var í
ráðhúsinu daginn eftir. Honum
hafði í skyndi verið ekið í einka-
spítala á afskekktum stað. Þar
Iá hann i níu daga áður en hann
komst á fætur, eða öllu heldur
var leyft að fara á fætur. Á
meðan höfðu fremstu menn
landsins á hátíðlegum fundi
undirbúið leynilega ráðstefnu
þar sem fulltrúar frá New York
borg, New York ríki og sam-
bandsstjórninni áttu að kenna
Smurch að koma fram eins og
þjóðarhetju sómdi.
Daginn sem litli vélvirkinn
fékk loks að fara á fætur og fá
sér tóbakstuggu í fyrsta skipti
í hálfan mánuð, var honum leyft
að taka á móti blaðamönnum —
það átti að reyna hann. Smurch
beið ekki eftir því að hann yrði
spurður. ,,Strákar“, sagði hann
— og ritstjóri New York Times
tók viðbragð. ,,Þið getið skrifað
að ég hafi dobblað Lindbergh,
skiljið þið ? Og gert Fransarana
tvo hlægilega, akkúrat!“
„Fransaramir tveir“ voru tveir
franskir flugmenn, sem nokkr-
um vikum áður höfðu gert til-
raun til að fljúga umhverfis
jörðina, en höfðu týnzt í hafi.
Ritstjóri Times gerðist nú svo
djarfur að skýra fyrir Smurch
hvernig svona blaðaviðtal ætti
að fara fram. Hann sagði, að
það mættu ógjarnan falla niðr-
andi orð um aðra sem unnið
hefðu afreksverk, einkum ef
þeir væru af öðru þjóðerni.
„Það gef ég skít í“, sagði
Smurch. „Það var ég sem klár-
aði mig af því, eða hvað? Víst
var það ég — og nú ætla ég að
tala um það“. Og hann talaði
mikið um það.
Auðvitað var ekkert af þessu
óvenjulega viðtali prentað,
þvert á móti. Blöðin voru öll
undir handfastri stjórn leynd-
arráðs (sem sett hafði verið á
fót í þessu skyni og skipað var
þingmönnum og ritstjórum), og
þessvegna fékk fréttaþyrstur
almenningur ekki að vita annað
en það, að „Jacky“, eins og
menn höfðu orðið ásáttir um að
kalla hann, hefði ekki viljað láta
hafa neitt eftir sér, nema að
hann væri mjög glaður, og að
hver og einn hefði getað gert
það sem hann gerði. ,,Ég er
hræddur um að menn geri held-
ur mikið úr þessu“, stóð í Times
að hann hefði sagt, og brosað
lítillátur. Hetjan fékk ekki að
51