Úrval - 01.02.1958, Side 73
Höt'undur segir frá ýmsu merkilegu
í sambandi við timaskyn
manna og dýra.
Tunglklukka og sóiaráttaviti
Grein úr „Magasinet“,
eftir V. J. Bröndegaard.
EGAR við komum aftur á
bernskustöðvarnar eftir
langa fjarveru og tærar lindir
minninganna spretta upp í huga
okkar, dettur okkur ósjálfrátt
í hug hið undarlega orð —
tvmi.
Tíminn er undarlegur, því
verður ekki á móti mælt. Við
vitum, að til er tími í stærð-
íræðilegum skilningi — tími
klukkunnar og almanaksins —
það finnst okkur öllum sjálf-
sagt. En það er líka til tími í
öðrum skilningi, á öðru sviði.
Við erum vakandi, en lifum þó
i draumalandi þar sem enginn
tími er til, . . . því hvað er
draumur og hvað er veruleiki?
Þegar við vorum börn fannst
okkur tíminn sniglast áfram.
Þá var vikan eins og heill mán-
uður, og hvei't smáatvik var á
við stórkostlegt ævintýri. En
þegar bernskuárin eru að baki
finnst okkur, að þau hafi liðið
alltof, alltof fljótt!
Tími og líf eru grundvallar-
hugtök, sem við þekkjum öll,
en getum þó ekki skilgreint, —
við segjum bara, að það sé eitt-
hvað meðfætt. En við mennirn-
ir erum ekki einu lifandi ver-
urnar, sem geta skynjað og
mælt tímann. Flest dýr og
plöntur virðast hafa einhvers
konar innri ,,klukku“, sem
aldrei stanzar. Auðvitað þekkja
þau ekki á klukkuna — hún er
tæki, sem skiptir tímanum í
ákveðin lengdarbil, svo að við
mennirnir getum skammtað
okkur hann í ákveðnum hlut-
föllum við það, sem við köllum
rúm. Við lifum í tíma og rúmi.
Engu að síður er furðulega
margt líkt með hinni vélrænu
og líffræðilegu klukku.
Hægt er að venja hunda á að
sækja húsbóndann á biðstöð
strætisvagnanna eða á skrif-
stofuna á sama tíma dag eftir
dag. Dæmi eru til um karpa
og aðra vatnafiska, dýr í dýra-
görðum og villidýr að vetrar-
lagi, sem koma á fóðrunar-
stöðvarnar nákvæmlega á þeim
tíma, þegar mat er að hafa þar.
I þessu atriði eru sjálfsagt mikl-
ar líkur á, að „tímaskynjunin"
standi í sambandi við ýmis ytri
áhrif: hringingu kirkjuklukkna
á sunnudögum, vinnuhljóð,
klæðaburð fólks og fleira, og
71