Úrval - 01.02.1958, Side 79
Rússneskir og bandarískir vísinda-
menn rspða uro ....
Arið 2000 — og 2057
Grein úr ,,L’Express“.
Hinar stórkostlegu framfarir í visindum allra síöustu árin hafa mjög
beint hugum manna til framtíðarinnar, þar sem menn þykjast eygja
mikil umskipti. — 1 tilefni 100 ára afmœlis bandaríska fyrirtœkisms
„Seagram“ síðastliðið haust komu nokkrir bandarískir vísindametm
saman til fundar til að rœða um „nœstu hundrað árin“, — Um sama
leyti birtist í rússneska œskulýðsritinu „Vísindi eru afl“ álit nokkurra
merkra rússneskra vísindamanna um „árin fram að aldamótunum". —
Franska blaðið „L’Express“ sló þessum hugleiðingum bandarískra og
rússneskra vísindamanna um framtíðina saman í eina grein og birti
hana í 1. tbl. sínu eftir áramótin.
Það verður gullöld ef . . .
Prófessor Szent-Gyorgyi, Nób-
elsverðlaunahafi í lífeðlisfræði
(U.S.A.):
r
Anæstliðinni öld uppgötvuðu
efna- og eðlisfræðingar sam-
eindirnar, og líffræðingar
neyttu þessarar uppgötvunar
til að ná þeim árangri sem
bjartsýnustu spámenn fyrir
hundrað árum gátu ekki einu
sinni ímyndað sér.
En okkar bíður að leysa mikil
vandamál. Við vitum ekki hvað
lífið er. Við vitum ekki hvemig
við hreyfumst úr stað, hvernig
við hugsum, og við erum furðu
lostnir andspænis þessu hlaup-
kennda korni sem við köllum
egg og fullkominn einstakling-
ur verður til úr. Við þessar
eyður bætast aðrar á sviði lækn-
isfræðinnar, en þar ögra ýmsir
alvarlegir sjúkdómar vísinda-
mönnum okkar.
Vísindin hafa samt tekið
geysilegum framförum á síð-
ustu árum. Efnafræðin og eðlis-
fræðin hafa gert okkur kleift
að skyggnast inn í frameindim-
ar og kynnast rafeindunum. Ég
hygg að hinar miklu uppgötv-
anir sem bíða líffræðinnar á
næstu hundrað árum, verði á-
vöxtur þessarar þekkingar, því
að mér býður í grun að innstu
rök lífsins verði ekki ráðin af
leik sameindanna sjálfra, held-
ur rafeinda þessara sameinda.
Okkur mun því takast að
skilja lífið betur og eigum þar
af leiðandi betur með að verjast
sjúkdómum — ég segi jafnvel
öllum sjúkdómum. Ef til vill
heppnast okkur meira að segja
að lengja líf mannanna, eða að
minnsta kosti gera mönnum
fært að halda fullum starfs-
kröftum allt til loka.
77