Úrval - 01.02.1958, Page 90
/
ÚRVAL
merkisdagur í sögu skólans.
Drengirnir gerðu sér dagamun
og þvoðu sér þangað til stirndi
á eirrautt hörund þeirra.
Á meðan Jinés var að segja
mér þetta, kom hópur drengja
inn í skrifstofuna og horfði á
mig tortryggnum augum. Jinés
skýrði fyrir þeim erindi mitt.
.,Þeir vilja fá að vita allt“, sagði
hann. „Það gat verið, að þér
væruð kominn til að loka þá
inni“. Þegar drengirnir höfðu
sannfærzt um að ég væri mein-
laus, sýndu þeir mér hænsnin,
gæsimar, fíkjutrén og vínviðar-
rannana. Hver drengur hafði
sinn garðblett, sem þeir önnuð-
ust af kostgæfni. Þeir sögðu
mér, að hluti af uppskeru hvers
drengs færi til skólaeldhússins;
afganginn mættu þeir selja.
„Þegar ég var nýkominn
hingað“, sagði einn drengurinn,
„bað ég um skó. Senor Jinés
sagði: „Fyrst sáum við, svo
ræktum við, því næst hirðum
við uppskeruna og seljum hana,
og þá getum við keypt skó“. Nú
er ég búinn að eignast skó“.
Snoturt hús með steinveggj-
um og tígulsteinsgólfum var að
rísa af grunni. Þeir sýndu mér
svefnloftið á annarri hæð, sem
brátt yrði komið undir þak. Inn-
an á veggina, sem enn blöstu
við sól og stjömum, höfðu þeir
málað orðin: „Alnora vivimos
tal como hemos pensado“ —
1 ÞJÓNUSTU LlFSINS
„Nú lifum við eins og okkur
dreymdi um“.
Þetta var fyrir tíu árum.
Ég er nýbúinn að fá frá Jinés
litla ljósmjmd af skólanum eins
og hann er nú. Það er fallegt
hvítt steinhús í skuggum pálma
og runna. I samræmi við norð-
uramerískan hugsunarhátj;
hafði ég beðið um nokkrar tölu-
legar upplýsingar um vöxt og
viðgang skólans.
„Ég hef aldrei lært að reikna
hamingjuna í tölum“, skrifar
hann mér, „en ég hef nú 223
drengi og sex kennara, og frá
upphafi hafa verið hér 1006
drengir. Margir drengjanna
hafa farið í framhaldsskóla.
Nokkrir ætla sér að verða verk-
fræðingar, sumir era verzlunar-
menn og einn hefur gerzt lög-
reglumaður! Starf ið hefur
gengið of hægt, því að það eru
þúsundir heimilislausra drengja,
sem þarfnast okkar. En við
horfum vonglaðir til framtíðar-
innar, því að við höfum fengið
land undir annan skóla“.
Á hinu nýja, sex hektara
landi ætlar Jinés að reisa skóla-
hverfi fyrir eldri drengi með
vinalegum smáhúsum, er rúmað
geti hjón. „Það mun taka tíma“,
skrifar hann, „en ég er aðeins
51 árs. Skólinn mun eflast, og
ég vonast til þess að vaxa að
vizku og reynslu".
8?
— O —