Úrval - 01.02.1958, Page 100
ÚRVAL
1 LEYNDUM HJARTANS
ir. Það var steinhljóð, þegar ég
hóf ræðu mína. Allt í einu tók
ég eftir viðbjóðslega náungan-
um, honum Griffiths, þing-
manninum frá Wales, á stjóm-
arandstöðubekknum andspænis
mér; og hann rak út úr sér
tunguna. Ég veit ekki hvort þér
kannist við ómerkilegt dægur-
lag, sem heitir „Reiðhjól fyrir
tvo“. Það var ákaflega vinsælt
fyrir nokkrum árum. Til þess að
sýna Griffiths hvílíka fyrirlitn-
ingu ég hafði á honum, fór ég
að syngja þetta lag. Ég söng
fyrsta erindið. Menn urðu í
fyrstu furðu lostnir, en þegar
ég hafði lokið söngnum, hrópuðu
stjórnarandstæðingarnir:
„Heyr! Heyr!“ Ég lyfti hend-
inni til þess að fá hljóð og söng
síðan annað erindið. Þingmenn-
imir hlustuðu á mig þögulir og
alvarlegir, og mér var ljóst, að
söngnum var ekki tekið eins vel
og hann átti skilið. Mér gramd-
ist þetta, því að ég hef góða
barytonrödd, og ég hét því, að
hún skyldi metin að verðleik-
um. Þegar ég tók að syngja
þriðja erindið, fóru þingmenn
að hlæja; hláturinn breiddist
út á augabragði; sendiherram-
ir, erlendir tignargestir, hefðar-
frúmar og blaðamennirnir —
allir emjuðu og grenjuðu af
hlátri og veltust um í sætum
sínum. Það vom allir máttlaus-
ir af hlátri nema ráðherramir,
sem sátu á fremsta bekk, rétt
fyrir aftan mig. Þeir sátu eins
og steingervingar í öllu upp-
náminu. Mér varð litið á þá, og
jafnskjótt varð mér ljóst, hve
ægilegan verknað ég hafði fram-
ið. Ég hafði gert mig að at-
hlægi frammi fyrir öllum heim-
inum. Ég sá fram á, að ég yrði
að segja af mér, enda þótt mig
tæki það ákaflega sárt. Þá
hrökk ég upp og komst að raun
um, að þetta var aðeins draum-
ur“.
Þegar Mountdrago lávarður
hafði lokið máli sínu, var allt
mikillæti horfið úr fasi hans, og
hann var fölur og titrandi. En
hanif herti upp hugann og hló
uppgerðarhlátri.
„Þetta var svo fáránlegt
rugl, að ég hafði í aðra röndina
gaman af því. Ég hugsaði ekki
meira um það, og þegar ég gekk
inn í þingsalinn seinna um dag-
inn, amaði ekkert að mér. Um-
ræðurnar voru í aaufara lagi,
en þar sem ég varð að vera við-
staddur, fór ég að lesa skjöl,
sem ég þurfti að kynna mér.
Mér varð litið upp af tilviljun,
og ég sá að Griffiths var að
halda ræðu. Hann talar með
leiðinlegum Waleshreim og er
kauðalegur í ræðustól. Mér
kom ekki til hugar, að það væri
neitt það í ræðu hans, sem væri
þess virði að ég hlustaði á hana,
en allt í einu fór hann með tvær
hendingar úr „Reiðhjól fyrir
tvo“. Ég leit á hann, og sá að
hann starði á mig og glotti
háðslega. Ég yppti öxlum. Það
var hlægilegt, að þessi þing-
mannsnefna frá Wales skyldi
98