Úrval - 01.02.1958, Page 100

Úrval - 01.02.1958, Page 100
ÚRVAL 1 LEYNDUM HJARTANS ir. Það var steinhljóð, þegar ég hóf ræðu mína. Allt í einu tók ég eftir viðbjóðslega náungan- um, honum Griffiths, þing- manninum frá Wales, á stjóm- arandstöðubekknum andspænis mér; og hann rak út úr sér tunguna. Ég veit ekki hvort þér kannist við ómerkilegt dægur- lag, sem heitir „Reiðhjól fyrir tvo“. Það var ákaflega vinsælt fyrir nokkrum árum. Til þess að sýna Griffiths hvílíka fyrirlitn- ingu ég hafði á honum, fór ég að syngja þetta lag. Ég söng fyrsta erindið. Menn urðu í fyrstu furðu lostnir, en þegar ég hafði lokið söngnum, hrópuðu stjórnarandstæðingarnir: „Heyr! Heyr!“ Ég lyfti hend- inni til þess að fá hljóð og söng síðan annað erindið. Þingmenn- imir hlustuðu á mig þögulir og alvarlegir, og mér var ljóst, að söngnum var ekki tekið eins vel og hann átti skilið. Mér gramd- ist þetta, því að ég hef góða barytonrödd, og ég hét því, að hún skyldi metin að verðleik- um. Þegar ég tók að syngja þriðja erindið, fóru þingmenn að hlæja; hláturinn breiddist út á augabragði; sendiherram- ir, erlendir tignargestir, hefðar- frúmar og blaðamennirnir — allir emjuðu og grenjuðu af hlátri og veltust um í sætum sínum. Það vom allir máttlaus- ir af hlátri nema ráðherramir, sem sátu á fremsta bekk, rétt fyrir aftan mig. Þeir sátu eins og steingervingar í öllu upp- náminu. Mér varð litið á þá, og jafnskjótt varð mér ljóst, hve ægilegan verknað ég hafði fram- ið. Ég hafði gert mig að at- hlægi frammi fyrir öllum heim- inum. Ég sá fram á, að ég yrði að segja af mér, enda þótt mig tæki það ákaflega sárt. Þá hrökk ég upp og komst að raun um, að þetta var aðeins draum- ur“. Þegar Mountdrago lávarður hafði lokið máli sínu, var allt mikillæti horfið úr fasi hans, og hann var fölur og titrandi. En hanif herti upp hugann og hló uppgerðarhlátri. „Þetta var svo fáránlegt rugl, að ég hafði í aðra röndina gaman af því. Ég hugsaði ekki meira um það, og þegar ég gekk inn í þingsalinn seinna um dag- inn, amaði ekkert að mér. Um- ræðurnar voru í aaufara lagi, en þar sem ég varð að vera við- staddur, fór ég að lesa skjöl, sem ég þurfti að kynna mér. Mér varð litið upp af tilviljun, og ég sá að Griffiths var að halda ræðu. Hann talar með leiðinlegum Waleshreim og er kauðalegur í ræðustól. Mér kom ekki til hugar, að það væri neitt það í ræðu hans, sem væri þess virði að ég hlustaði á hana, en allt í einu fór hann með tvær hendingar úr „Reiðhjól fyrir tvo“. Ég leit á hann, og sá að hann starði á mig og glotti háðslega. Ég yppti öxlum. Það var hlægilegt, að þessi þing- mannsnefna frá Wales skyldi 98
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116

x

Úrval

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Úrval
https://timarit.is/publication/1841

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.