Verzlunartíðindi - 01.12.1979, Síða 3
VERZLUNAR
TlÐINDI ©
MÁLGAGN KAUPMANNASAMTAKA ÍSLANDS
MARARGÖTU 2 - SIMI 1 93 90
Ritstjóri: Jón I. Bjarnason
Ritstjórn: Hreinn Sumarliðason
Óskar J óhannsson
Guðlaugur Bergmann
KAUPMANNASAMTÖK ÍSLANDS
Framkvstj.: Magnús E. Finnsson
Framkvæmdastjórn
Formaður: Gunnar Snorrason
Varaform.: Þorvaldur Guðmundsson
Ritari: Sigurður E. Haraldsson
Gjvaldkeri: Jónas Eggertsson
Meðstj.: Jónas Gunnarsson
Varamenn: Leifur ísleifsson
Jóhanna Þ. Aðalsteinsdóttir
Hörður Pétursson
SÉRGREINAFÉLÖG
Félag blómaverzlana
Formaður: Fritz Hendrik Berndsen
Félag búsáhalda- og járnvörukaupmanna
Formaður: Ingvar Kjartansson
Félag húsgagnaverzlana
Formaður: Hörður Pétursson
Félag íslenzkra bókaverzlana
Formaður: Jónas Eggertsson
P'élag íslenzkra byggingarefnakaupmanna
Formaður: Kristján Óli Hjaltason
Félag kaupsýslumanna Vestmannaeyjum
Formaður: Þorbjörn Pálsson
Félag kjötverzlana
Formaður: Jóhannes Jónsson
Félag leikfangasala
Formaður: Björn Jónsson
Félag snyrtivöruverzlana
Formaður: Jóhanna Þ. Aðalsteinsdóttir
Félag matvörukaupmanna
Formaður: Jónas Gunnarsson
Félag raftækjasala
Formaður: Kjartan Stefánsson
Félag söluturnaeigenda
Formaður: Ásgeir S. Ásgeirsson
Félag tóbaks- og sælgætisverzlana
Formaður: Ólafur Þorgrímsson
Félag vefnaðarvörukaupmanna
Formaður: Erla Wigelund
Féla g 1 jósm y nda vör u v e r zlan a
Formaður: Sveinn G. Jónsson
Skókaupmannafélagið
Formaður: Ebba Hvannberg
Kaupmannafélag Akraness
Formaður: Aðalsteinn Aðalsteinsson
Kaupmannafélag Akureyrar
Formaður: Birkir Skarphéðinsson
Kaupmannafélag Hafnarfjarðar
Formaður: (íuðmundur Guðmundsson
Kaupmannafélag Vestfjarða
Formaður: Benedikt Bjarnason
Kaupmannafélag Keflavíkur
Formaður: Hákon Kristinsson
Kaupmannafélag Siglufjarðar
Formaður: ()li Blöndal
Kaupmannafélag Austfjarða
Formaður: Gísli Blöndal
Einstaklingar innan K. í.
Fulltrúi: Franch Michelsen
Fulltrúi: Karl Sigurbergsson
PREN'I'UN: PREN'FSMIÐJAN 01)1)1 11F.
Hugleiðing um menntun
í lok barnaárs
Nú er barnaárið senn á enda runnið. Margt hefur verið gert hér á landi sem
víða annars staðar til að vekja athygli á aðbúnaði barna til sálar og líkama,
réttindum þeirra og skyldum, og reynt að bæta úr þar sem betur mátti fara.
Utvarpsdagur barnanna
Eitt af því sem gert var í tilefni barnaársins, er mér öðru fremur í minni, en
það var útvarpsdagur barnanna í nóvember. Þessi skemmtilega hugmynd og
frammistaða barnanna, sýndi okkur glöggt, að oft er vilji þeirra og hæfileiki,
til að fást við viðfangsefni fullorðna fólksins, miklu meiri en við hefðum
haldið. Hinn ágæti stjórnandi, Ingvi Hrafn Jónsson, spurði nokkur börn um
lærdóm þeirra varðandi viðskipti og verzlun, í samnefndum þætti. Það eina
sem þau höfðu lært um það efni var í sögu, um vondu einokunarkaup-
mennina sem seldu Islendingum maðkað mjöl á okurverði, en gáfu hins
vegar lítið fyrir afurðir þeirra í staðinn.
Viðhorf til verzlunar
Um viðhorf þeirra til verzlunar nú á dögum, kom meðal annars fram það
álit, að ekki ætti að senda börn út í búð til að verzla, fyrr en þau væru orðin
það vel læs að þau gætu lesið á búðarkassa upphæðina sem þau ættu að
borga. (Trúlega til þess að kaupmaðurinn eða búðarstúlkan stæli ekki af
þeim peningum!) Þessi börn eiga eflaust eftir að vera eina 10 vetur í skóla
ennþá, og þjóðfélagið að greiða margar milljónir króna fyrir menntun
þeirra. En hver verður lærdómur þeirra um verzlun og viðskipti þegar þau
koma út í athafnalífið? Verður hann mestmegnis ítroðsla gatslitinna kenni-
setninga, um óþarfa milliliði, arðrán, og brask þeirra sem verzlun og við-
skipti stunda?
V ísitölutimburmenn
Við íslendingar stærum okkur af því að hér sé almenn menntun á mjög háu
stigi. Þó er staðreyndin sú, að við erum þeir vitlausustu í stjórnun efna-
hagsmála, sem fyrirfinnast á stórum hluta jarðarkringlunnar. Við höfum
flækt okkur svo rækilega í okkar eigin vísitöluvítahring að enginn þorir eða
getur höggvið á hnútinn. Ástandinu mætti líkja við mann, sem lent hefði á
heljarmiklu fylliríi, og þyrði ekki að hætta að drekka, af ótta við timbur-
mennina! Þeir sem eru allsgáðir hljóta að sjá að slíkt endar með skelfingu.
Menntakerfið hefur brugðizt
Orsakirnar fyrir þessu ástandi eru eflaust margvíslegar, en hræddur er ég
um að okkar margrómaða menntakerfi hafi brugðizt skyldu sinni hvað
viðkemur fræðslu um almenn efnahagsmál, sem beint eða óbeint snerta
hvern einasta mann, hvern einasta dag.
Fáfræði almennings í þessum málum er hins vegar vatn á myllu þeirra sem
vilja komast á þing og segjast ætla að rétta við hag þjóðarinnar með því að ná
í peninga hjá bröskurunum og skattsvikurunum og láta svo ríkið borga allt
fyrir alla. Framh. á næstu síðu.
VERZLUNARTÍÐINDI
131