Verzlunartíðindi - 01.12.1979, Side 29

Verzlunartíðindi - 01.12.1979, Side 29
TAFLA 6.2.2. 1972 2 0,8% Hlutdeild stofnlánasjóða í lánum til langs tíma 1973 1974 1975 14,6% 22,0% 14,7% (Hl) ig þekjast dæmi þess að verzlun- unum sé gert að greiða fyrir ákveðnar vinsælar vörur, áður en þær eru leystar út úr tolli, ella fáist varan ekki afgreidd, en þarna er að sjálfsögðu verið að neyða gróflega hluta af kostnaði heildsölunnar upp á smásöluna, án þess að tekjur komi á móti. I minni verzlunum tíðkast mjög, að hluti viðskiptavinanna sé í föstum mánaðarlegum viðskipt- um og taka þeir þannig hluta af fjármagninu út úr veltunni. I stærri verzlunum er minna um þetta, og lán frá birgjum eru þar notuð til fjármögnunar á birgð- unum, sem keyptar eru, eða ann- arra birgða, sem þá eru keyptar gegn staðgreiðslu, sé veltuhraði lánuðu birgðanna mikill. Flestallar dagvöruverzlanir eru með hlaupareikninga, sem yfir- draga má á, til brúunar á tíma- bundnum greiðsluerfiðleikum. Þeirra er yfirleitt mest þörf um mánaðamót, þegar laun eru greidd, og um það leyti, sem söluskattur er greiddur, þó er söluskatturinn ekki eins stór liður nú og áður, þar sem búið er að fella niður söluskatt á flestum matvælum. 6.4. Vaxtakjör f kaflanum um kostnað kemur Dagvöruverzlun í Reykjavík fram að vextir hafa hækkað stór- lega á undanförnum árum. Þó eru vextir negatívir, þannig að hægt sé að leggja lánsfjármagn í eign, sem hækkar til jafns við verðbólguna, myndast verð- bólgugróði, sem svo hefur verið nefndur. í sambandi við dag- vöruverzlunina ber að leggja á það áherzlu, að mikill hluti fjár- magnsins liggur í birgðum, sem ekki má hækka til samræmis við verðlagsbreytingar, og því græð- ist ekkert á því, en hins vegar rýrnar eigið fé sem bundið er í birgðum. Kafli 6. — Heimildir 1. Skýrslur Þjóðhagsstofnunar um verzlun 1972 — 75. 2. Unnið upp úr töflu 6.1.1. 3. Opinberar aðgerðir og efna- hagslífið 1950—1970. Hag- vangur hf. 1974. 4. Fjármálastjórn fyrirtækja, eft- ir Árna Vilhjálmsson. FRÁ SÉRGREINA- FÉLÖGUM Félag bókaverzlana Félag bókaverzlana gekkst fyrir fundi með kaup- mönnum og verzlunarstjórum i bókaverzlunum 28. nóvember sl. Formaður félagsins, Jónas Eggertsson, setti fundinn og stýrði honum. Hann bauð Grétar Norðfjörð lög- regluflokksstjóra velkominn, en hann annast fræðslustarfsemi á vegum lögreglunnar í Reykjavík. Formaðurinn sagði að tilefni fundarins væri að ræða þjófnað í bókaverzlunum, og hvað til varnar mætti verða. Nokkur brögð væru alltaf að hnupli í verzlunum félagsmanna, ekki sízt í jólaösinni. Að svo búnu gaf hann-Grétari Norðfjörð orðið, og flutti hann erindi um hnupl og þjófnað í verzlunum, og nefndi staðfærð dæmi. Grétar gaf góð ráð, til að fyrirbyggja þjófnað, og mælti sérstaklega með því að komið yrði upp sér- stöku bjöllukerfi í sem flestum verzlunum, þannig að afgreiðslufólkið geti haft samband við verzlun- arstjórann, og eða aðra, ef á aðstoð þarf að halda við afgreiðsluna. Grétar sagði að þjófnaður í verzlunum væri mikið vandamál og stærra en kaupmenn gerðu sér almennt ljóst. Að lokum sagðist hann reiðubúinn að heimsækja verzlanir og fyrirtæki og gefa góð ráð, ef óskað væri eftir því. Að erindi Grétars loknu urðu fjörugar umræður og svaraði hann fjölmörgum fyrirspurnum. Formaður þakkaði Grétari komuna á fundinn, fróðlegt erindi og góðar ráðleggingar og tóku fund- armenn undir það með lófataki. VERZLUNARTÍÐINDI 157

x

Verzlunartíðindi

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Verzlunartíðindi
https://timarit.is/publication/1845

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.