Verzlunartíðindi - 01.12.1979, Side 21

Verzlunartíðindi - 01.12.1979, Side 21
lags, sem enginn virðist vilja. Af- greiðslufólk í dagvöruverzlunum verður margt að vinna fram eftir á föstudagskvöldum og til há- degis á laugardögum. Þó er búið að koma því í kjarasamninga að 10 laugardaga á hverju sumri skuli ekki vinna. Á meðan hópur manna i þjóðfélaginu vinnur að því ljóst og leynt að lengja vinnutíma afgreiðslufólks, er alltaf að verða algengara, að vinnu sé hætt á hádegi á föstu- dögum, meðal annars mun svo vera i byggingariðnaðinum. Þó svo að dagvöruverzlanir í Reykjavík séu opnar á bilinu 40—áO tíma á viku, kemur um það bil helmmgur vikusölunnar inn á föstudögum og laugardög- um. Þetta hefur það í för með sér, að álag verður mjög mismikið eftir því, hvenær er vikunnar, og raunar líka eftir því, hvenær dagsins er. Þetta vandamál er gjarnan leyst með því að fá aukafólk á mesta annatímanum. Tilvist þessa aukafólks hefur víða haft vandamál í för með sér, því að fasta starfsfólkinu finnst oft á tiðum, að það sé með vinnu sinni alla vikuna búið að vinna hlutina upp í hendurnar á þessu fólki, auk þess sem þetta aukafólk kemur gjarnan til að vinna þegar dagvinnu lýkur, og „stelur“ því eftirvinnunni af fasta starfsfólk- inu. 5.5. Launin Eins og fram kemur í kaflanum um kostnað er launakostnaður í dagyöruverzlunum langsamlega stærsti kostnaðarliðurinn, oftast milli 50 og 60% kostnaðarins. Því er það mikilsvert fyrir stjórnend- ur dagvöruverzlana að reyna að halda þessum lið sem mest niðri, sem aftur hefur önnur vandamál í för með sér. f fyrsta lagi er mikið um, að afgreiðslufólk skipti um vinnu, meðal annars vegna lé- legra launa og mikils vinnuálags. í öðru lagi er starfsfólk dagvöru- verzlana flestallt með litla skóla- menntun að baki, en það er bagalegt, þegar til dæmis þarf að leiðbeina viðskiptavinunum með notkun á erlendum vörum eftir erlendum leiðarvísum. Lágum launum og lélegri vinnuaðstöðu fylgir líka lítið álit, og víst er að það þykir ekki „fínt starf“ að vinna í dagvöruverzlun. Þann 1. marz 1979 voru laun af- greiðslufólks í dagvöruverzlunum samkvæmt taxta frá Verzlunar- mannafélagi Reykjavíkur frá 162.575 til 196.871 krónur fyrir almenn afgreiðslustörf, og hæst krónur 237.486 fyrir verzlunar- stjórnarstörf. Á sama tima kost- aði sæmilega stór íbúð um það bil 20 milljónir króna, þannig að af- greiðslumaður í hæsta flokki þarf að leggja allt kaupið sitt í 8 ár í íbúð, ef hann hyggst kaupa eina slíka. Það hefur lengi verið nokkur vissa fyrir því, að hluta afgreiðslufólks væri greitt meira en taxti segir til um. Til að komast að sannleik- anum í þessum efnum var Hag- vangi hf. falið á vegum Verzlun- armannafélags Reykjavíkur að gera könnun á raunverulegum launagreiðslum í verzlunum í byrjun árs 1979. Úrtak 39 verzlana var valið. Þar af svöruðu um 80%, m. a. 7 dag- vöruverzlanir, en yfirleitt voru ekki nema 2 verzlanir í hverjum flokki. Áður en fjallað er um þessa könnun finnst mér rétt að benda á, að úrtakið er mjög lítið, og alls ekki marktækt nema að hluta til. I þessari könnun eru ekki teknir með yfirmenn verzlananna, en reikna má með, að þeir séu al- mennt yfirborgaðir. Hvað við- Dagvöruverzlun í Reykjavík kemur dagvöruverzluninni var, eins og áður sagði, um 7 verzlanir að ræða með 125 einstaklinga, þar af einhverja í hlutastarfi. Telja verður, að þetta úrtak ætti að komast nálægt því að vera marktækt fyrir heildina. í ljós kemur, að yfirborganir nema 6.9% að meðaltali, og er það minnsta, sem gerist í verzl- unum samkvæmt könnuninni, ef frá eru taldar snyrtivöruverzlan- ir, sem eru með 3% yfirborganir, en þar voru, að því er bezt verður séð aðeins tvær manneskjur í úr- takinu, og þar af önnur aðeins í hlutastarfi, og verður áreiðanleiki úrtaksins gagnvart heildinni að skoðast í ljósi þessa. Mestar eru yfirborganirnar í bíla- og varahlutaverzlunum, eða 64.5% að meðaltali fyrir taxta. í meðfylgjandi töflu 5.5.1. eru frá- vik frá taxta athuguð, eftir því í hvaða launaflokki þau koma fram. Þar sem mínusfrávik eru, er borgað undir taxta sem að sjálf- sögðu er með öllu óheimilt, en fram kemur, að um mistök í launaútreikningi hafi verið að ræða. Oftast er um óverulegar upphæðir að ræða, en þó allt upp í 16.3% í einu tilviki. Vegna smæðar úrtaksins verður að athuga vel, að ekki þarf að vera, að hægt sé að færa niður- stöðurnar upp á heildina. Ef frá- vikin í hverjum flokki eru reiknuð út frá töflu 5.5.1. og tekið er tillit til mismikils vægis, fæst tafla 5.5.2. I ljós kemur að yfirborganir eru langsamlega mestar í flokkunum A-3, A-5-l og A-5-3, enda er það í samræmi við yfirborganir í öðr- um verzlunargreinum. Þó ekki komi það í ljós í þessari könnun, virðast þeir, sem gleggst þekkja til um laun í dagvöruverzlunum, þ. e. fulltrúar bæði verzlunarmanna VERZLUNARTÍÐINDI 149

x

Verzlunartíðindi

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Verzlunartíðindi
https://timarit.is/publication/1845

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.