Verzlunartíðindi - 01.12.1979, Page 40

Verzlunartíðindi - 01.12.1979, Page 40
Að gefnu tilefni Verzlunartíðindin hafa verið beðin, að gefnu tilefni, að birta og vekja athygli á eftirfarandi lögum um dómvexti. Athygli er vakin á því að lög þessi taka til mála varðandi launakröfur, sem og önnur kröfumál. Dómvextir eru nú jafnháir hæstu innlánsvöxtum, eða 39,5%, en fram til þessa hafa dómvextir verið jafnháir almennum sparisjóðsvöxtum. Dómvextir eru því nú jafnháir þeim vöxtum, sem greiddir eru af vaxtaaukainnlánum, en það eru hæstu innláns- vextir i dag og eru þeir endurskoðaðir á þriggja mánaða fresti. — Ritstj. Nr. 56. 30. maí 1979. LÖG um dómvexti, viðauki við lög nr. 85 23. júní 1936, um meðferð einkamála í héraði. Forseti Íslands gj'ónr kunnugt: Alþingi hefur fallist á lög þessi og ég staðfest þau með samþykki mínu: 1. gr. Dómari skal í dómi ákveða eftir kröfu aðila, að dæmdir vextir fyrir timabilið frá birtingardegi stefnu til greiðsludags skuli vera jafnháir hæstu innlánsvöxtum við innlánsstofnanir eins og þeir eru ákveðnir samkvæmt lögum á hverjum tíma, þannig að sem fyllst tillit sé tekið til varðveislu á verðgildi fjármagns. Dómari skal þó ekki verða við slíkri kröfu ef atvik þau, sem getið er í 1. og 3. tl. 2. mgr. 177. gr. laga nr. 85/1936, eiga við um aðila, eða ef þegar hefur verið tekið tillit til verðbólgu við endanlega kröfugerð í málinu. Sama gildir í útivistarmálum, ef stefndi skilar ekki greinargerð. Þrátt fyrir ákvæði 88. gr., sbr. 193. gr. laga nr. 85/1936, má aðili krefjast dómvaxta án þess að nefna vaxtafót. 2. gr. Lög þessi taka gildi nú þegar. Gjört í Reykjavík 30. maí 1979. Kristján Eldjárn. (L. S.) Steingrímur Hermannsson. Bizerba EW1051 NÝJA, ÓDÝRA BUÐAR- VOGIN FRÁ BIZERBA KAUPMENN VERZLUNARSTJORAR Ný tegund af tölvuvogum frá Bizerba: Bizerba EW1051 Vog, sem hægt er að treysta. Hin alkunnu Bizerba gæði. Verö aðeins ca. 450.000. Ódýrasta tölvuvogin á markaönum í dag. HERVALD EIRÍKSSON Laufásvegi 1 2, Rvk. Pósthólf324 Sími: 22665 168 VERZLUNARTlÐINDI

x

Verzlunartíðindi

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Verzlunartíðindi
https://timarit.is/publication/1845

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.