Verzlunartíðindi - 01.12.1979, Side 7
SIGTRYGGUR JÓNSSON, viðskiptafrœðingur:
Dagvöruverzlun
í Reykjavík
I síðasta blaði birtist annar hluti
prófritgerðar Sigtryggs Jónssonar
viðskiptafræðings, um dagvöru-
verzlunina í Reykjavík — þriðji
kafli. Hér kemur svo þriðji hluti,
eða 4., 5. og 6. kafli ritgerðarinn-
ar.
— Ritstj.
Kafli 4.
Ýmsir kostnaðarliðir
og kennitölur
takanna í verðlagsnefnd og
Verzlunarráði íslands. I þessari
skýrslu kemur meðal annars fram
fróðleg tafla þar sem verzlunum á
sviði matvöru, sem athugaðar
voru, var skipt í tvennt, annars
vegar smá fyrirtæki en hins vegar
stór. Til að fá þessa töflu og aðrar,
sem vitnað verður til á sambæri-
Sigtryggur Jónsson.
legt form, er nauðsynlegt að
breyta henni lítils háttar, t. d.
fella saman liðina laun og laun
eigenda.
4.1. Inngangur
Mjög algeng er sú villa stjórn-
enda fyrirtækja að kappkosta
aukna sölu og þá aukna mark-
aðshlutdeild, án þess að gera sér
grein fyrir þeim kostnaði, sem
þessi aukna sala hefur í för með
sér. Nú er það ljóst að sparnaður á
kostnaði hefur sömu áhrif á
rekstrarafkomu hjá fyrirtæki, eins
og auknar tekjur, gefið að hin
stærðin sé óbreytt.
Til skamms tíma var ekki til
mikið af gögnum um skiptingu
kostnaðar í dagvöruverzlunum.
Með því að raða þeim brotum,
sem til eru, saman, má þó fá
nokkuð góða mynd af skiptingu
kostnaðarins.
TAFLA 4.2.1.
Hlutfallsleg skipting kostnaðar
15 matvöruverzlana 1967
10 minni verzlanir 5 stærri ver
Laun og launatengd gjöld 61,6% 64,4%
Húsnæðiskostnaöur 13 ,4% 9,5%
Ljós, hiti, ræsting 6,6% 5,6%
Bifreiðakostnaður 3,9% 4,7%
Umbúðir 3,0% 3 ,4%
Póstur og sími 1,0% 1,0%
Auglýsingar 1,1% 1 ,9%
Afskriftir 2 ,3% 2 ,5%
Vextir 4 ,9% 4 ,0%
Ýmislegt 2 ,2% 3,0%
100 % 100 %
4.2. Skýrsla verzlunar-
málanefndar
Árið 1970 kom út skýrsla á vegum
svonefndrar verzlunarmála-
nefndar. Nefndin var stofnuð að
undirlagi fulltrúa launþegasam-
Hér er launaliðurinn langsam-
lega mikilvægastur, en munurinn
milli stærðarflokkanna er lítill.
Eins og þessi tafla var upphaflega
sett fram í skýrslu verzlunar-
málanefndar, var laununum
skipt, eftir því hvort um laun
eigenda var að ræða eða ekki.
Vextir voru teknir fyrir sérstak-
lega og bifreiðakostnaður marg-
skiptur.
VERZLUNARTÍÐINDl
135