Verzlunartíðindi - 01.12.1979, Qupperneq 17

Verzlunartíðindi - 01.12.1979, Qupperneq 17
TAFLA 4.5.1.1. X7 Vörunotkunin Veltuhraoi vorubirgða — Meðalbirgðir Verzlanir ein- staklinga í Rvk. Félög í Reykiavík Alls Rvík 1971 7,29 11,94 9,64 1972 11,40 11,90 11,72 1973 10,47 12,78 11,83 1974 8,55 10,92 9,94 1975 8,16 11 ,42 10,04 1976 7,72 10,20 9,18 (H 3) Dagvöruverzlun í Reykjavík Þegar breytilegi kostnaðurinn hefur verið dreginn frá söluverð- mæti, kemur út framlegð. Ut- reikningur á framlegð gerir mönnum kleift að sjá mun á tapi í rekstri og þess að ná ekki einu sinni fyrir greiðslu á breytilega kostnaðinum, en sé það uppi á teningnum, er líklega ráðlegast að hætta rekstri. Ýmsar fleiri kennitölur eru oft reiknaðar og verða þær nú taldar hér upp. Tölurnar í töflunni sýna, hversu oft birgðirnar hafa verið seldar að meðaltali. Þar sem slíkar tölur eru ekki svo mjög tamar mörgum þeim, sem við verzlun starfa, get- ur verið nauðsynlegt að um- breyta töflunni á þann hátt, að í stað veltuhraða finnum við út meðaldvalartíma birgðanna í verzluninni. Það má gera á þann hátt að margfalda saman meðal- birgðirnar og daga ársins (oftast er miðað við 360 daga) og deila með vörunotkuninni, eða bara deila veltuhraðanum í 360. Ef það er gert fæst eftirfarandi tafla. TAFLA 4.5.1.2. Meðaldvalartími birgða Verzlanir ein- staklinga í Rvík. Félög í Reykiavík. Alls í Rvík. 1971 49 dagar 30 dagar 37 dagar 1972 3 2 " 3 0 " 31 " 1973 34 " 2 8 " 3 0 " 1974 4 2 " 3 3 " 3 6 " 1975 4 4 " 3 2 " 3 6 " 1976 4 7 " 3 5 " 3 9 " (H 3) Eins og sjá má hefur ástandið heldur farið versnandi. Lengstur dvalartími, og þar með hægastur veltuhraði, er árið 1976 og má gera því skóna, að verzlunin hafi tapað gífurlegum fjármunum vegna þessa hæga veltuhraða, þar sem verðbólgan var mikil á þessu ári. Verzlanir, sem reknar eru sem félög, eru yfirleitt stærri, og er meiri veltuhraði þeirra í fullu samræmi við áður fram komnar upplýsingar. 4.5.2. Aðrar kennitölur Hugtakið framlegð hefur hingað til verið lítið notað í uppgjörum verzlana. Vegur hugtaksins hefur þó farið vaxandi, enda er notkun þess nú kennd í skólum í bók- haldskennslu, allt niður á grunn- skólastigið. Byggt er á þeirri staðreynd, að miklum hluta kostnaðarins má skipta í tvennt, allt eftir eðli kostnaðarins, það er annars vegar í fastan kostnað og hins vegar í breytilegan kostnað. 1. Framlegðarstig. Það sýnir framlegðina sem hlutfall af sölu. 2. Núllpunktur. Hann sýnir, við hvaða sölu rekstrarafkoman er á núlli. 3. Öryggisbil. Sýnir, hversu mik- ið salan má minnka frá núver- andi ástandi, án þess að til taprekstrar komi. 4. Afköst reiknuð í hlutfalli við ýmsa takmarkandi þætti, svo sem vinnuafl, vélatíma, fer- metra o. s. frv. 5. Arðsemi. Hún sýnir, hversu miklu fjármagnið, sem er í fyrirtækinu, skilar. Annars vegar er reiknuð arðsemi eigin fjár, en hins vegar heildarfjár. 6. Greiðsluhæfi, það sýnir hæfi fyrirtækisins til að greiða skuldir sínar á gjalddaga. 7. Gjaldhæfi segir til um hvort eignir hrökkvi fyrir skuldum. 8. Einnig er oft reiknaður út veltuhraði ýmissa annarra efnahagsatriða en birgða, svo sem skuldunauta og lána- drottna. (H7). Vegna upplýsingaskorts verður ekki farið út í þessa útreikninga, enda af því hæpinn ávinningur, þar sem um það gamlar tölur er að ræða, og til dæmis arðsemis- krafa eigenda verzlana verður að VERZLUNARTÍÐINDI 145

x

Verzlunartíðindi

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Verzlunartíðindi
https://timarit.is/publication/1845

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.