Verzlunartíðindi - 01.12.1979, Side 15

Verzlunartíðindi - 01.12.1979, Side 15
TAFLA 4.4.11.1. Breytingar á vöxtum l.S. 1973 15.7 . 1974 1.5. 1976 21.3 . 1977 1.8. 1977 21.11. 1977 21.2. 1978 Forvext- ir víxla 11% 16% 16,75% 17,25% 17 ,25% 20,5% 23,5 Fasteigna- veðlán. 13% 18% 19% 19% 20% 2 3% 26% Yfirdrátt- ar lán. 12% 16% 18% 19% 19% 2 2% 2 5% ( H4 ) 4.4.12. Afskriftir Allar afskriftir eru miðaðar við það, sem skattayfirvöld leyfa á hverjum tíma. Er þar um að ræða afskriftir af kaupverði í langflest- um tilfellum. Lagfæringar vegna áhrifa verðbólgu eru svo teknar inn í formi flýtifyrninga og stuð- ulsfyrninga, en með þeim nýju skattalögum, sem tóku gildi 1. janúar 1979, eru gerðar ýmsar leiðréttingar hér á, þannig að vonazt er til að afskriftirnar komist nær því að sýna þá raun- verulegu verðmætarýrnun, sem á sér stað. 4.4.13. Tekju- og eignaskattur Þessi liður hefur ekki breytzt svo mjög á því tímabili, sem taflan nær yfir, en rétt er að hafa í huga, að á allra síðustu misserum hafa skattar hins opinbera á atvinnu- reksturinn hækkað mjög. 4.5. Ýmsar kennitölur Eins og áður hefur komið fram, eru krónutölur lítils virði í sam- anburði milli ára vegna þeirrar miklu rýrnunar, sem orðið hefur á íslenzku krónunni á undan- förnum árum og áratugum sam- fara mikilli verðbólgu. Þegar skoða á afkomu eins fyrir- tækis, eru krónutölur ekki neins virði, ef ekki er fyrir hendi sam- anburður, jafnvel þótt ekki væri um neina verðbólgu að ræða. Það helzta, sem menn bera sig saman við, eru áætlanir, sambærilegar tölur fyrri tímabila og tölur úr sambærilegum fyrirtækjum. En það er ljóst, að hægt er að öðlast nánari vitneskju um gang fyrir- tækja á fleiri vegu en með því að rýna í tölur um afkomu eða kostnaðarskiptingu. 4.5.1. Veltuhraði vörubirgða Hægt er að reikna út svokallaðar kennitölur. Veltuhraði vöru- birgða er líklega þekktasta kennitalan. í töflu 3.7.2. sáum við veltuhraða vörubirgða, þar sem verzlunum var skipt eftir stærð. Hér skulum við líta á sama tíma- bil, þar sem verzlununum er skipt eftir eignarformi. Veltuhraði vörubirgða er þannig reiknaður út að meðalbirgðum ársins ((Bl/1+B31/12):2) er deilt upp í vörunotkunina. Þá fæst út, hversu oft meðalvöru- birgðir fyrirtækisins eru seldar á ári. I því verðbólguástandi, sem hér ríkir, er mjög mikilsvert að hafa veltuhraðann sem allra mestan. I könnun, sem Brynjólfur Sigurðsson gerði, á kjörbúðum Dagvöruverzlun í Reykjavík árið 1964 kom i ljós, að veltu- hraðinn var frá 9.5 til 12.5 eftir því, hvort vöruúrval kjörbúðanna var, þ. e. þær kjörbúðir, sem verzluðu með kjöt, höfðu meiri veltuhraða. Samkvæmt ákvörðun stjórnvalda er harðlega bannað að hækka birgðir vara í verzlunum í sam- ræmi við almennar verðlags- hækkanir. Þar sem innkaupsverð hækkar, verður ekki hjá því kom- izt, að verzlunin tapi á þessu stórum fúlgum. I bezta falli hluta af hagnaði sínum, en ef hann er ekki fyrir hendi, verður að útvega lánsfjármagn til fjármögnunar á nýjum birgðum. Það grátbros- lega við þetta er það, að oftast sýnir svo bókhaldið, að gömlu birgðirnar hafi verið seldar með hagnaði, og þvi beri lögum sam- kvæmt að greiða skatta og önnur opinber gjöld af þessum hagnaði. I dagvöruverzluninni er mikill munur á veltuhraða einstakra vörutegunda. 1 raun má skipta vörum verzlananna í þrennt. I fyrsta lagi eru vörur sem hafa mikinn veltuhraða og koma í verzlanirnar á hverjum degi. Hér er um að ræða mjólk og ýmsar mjólkurvörur, brauð, fisk og ým- islegt annað nýmeti. í öðru lagi er um að ræða vörur, sem seljast mjög ört, þó ekki sé keypt inn daglega, eins og til dæmis kjöt- vörur, sykur, hveiti, grænmeti og ýmiss konar niðursuðuvörur. I þriðja og síðasta lagi er svo um að ræða vörur sem seljast hægar eins og krydd, vítamín og alls kyns sérvörur. Ekki eru til tölur um veltuhraða hinna ýmsu vöruflokka, en með þessar upplýsingar i huga er ljóst, að mikill hluti vara í dagvöru- verzlunum hefur alltof lítinn veltuhraða og dregur þannig nið- ur meðaltalið. VERZLUNARTÍÐINDI 143

x

Verzlunartíðindi

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Verzlunartíðindi
https://timarit.is/publication/1845

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.