Verzlunartíðindi - 01.12.1979, Qupperneq 11
í tímann til að sjá þá miklu
breytingu, sem síðan hefur orðið
á allri pökkun neyzluvara. Á
þeim tíma var til að mynda öllum
sykri, kartöflum, rúsínum, osti og
mörgum fleiri vörutegundum
pakkað í verzlununum sjálfum,
en núna er þessum vörum pakkað
að langmestu leyti hjá framleið-
endum. Eftir eru kjötvörur ýmiss
konar, það er óunnar, og ávextir,
sem að mestu er pakkað i verzl-
ununum sjálfum.
4.4.2. Bifreiðakostnaður
Bifreiðakostnaður hefur verið
svipaður út tímabilið. I sambandi
við bifreiðakostnað er rétt að
minnast lítillega á heimsending-
ar. Þær hafa mjög dregizt saman í
Reykjavík, þar sem það tiðkast
ekki í stærri verzlunum, að pant-
anir séu teknar frá viðskiptavin-
unum í gegnum síma, og margar
stærstu verzlananna hafa alls
enga heimsendingarþjónustu.
4.4.3. Viðhald
Viðhaldsliðurinn hefur farið
heldur lækkandi, sem er væntan-
lega að hluta til vegna þess, að
þau tæki, sem í verzlununum eru,
eru mjög fullkomin, og þau eru
fremur endurnýjun, en að gert sé
mikið við, enda er þróun i gerð
þessara tækja mjög ör, og vilji
menn fylgjast með, er þörf á örri
endurnýjun.
4.4.4. Auglýsingar
Auglýsingar eru sá kostnaðarlið-
ur, sem kannski sízt er vitað um,
hvort kemur að nokkru gagni.
Fræg er sagan um forstjórann,
sem sagðist vita, að helmingur
þess fjár, sem fyrirtæki hans eyddi
í auglýsingar, kæmi aldrei að
neinu gagni, „gallinn er bara sá,
að ég veit ekki, hvor helmingur-
inn það er“.
Þeir helztu fjölmiðlar, sem verzl-
anir auglýsa í, eru útvarp, blöð og
sjónvarp. Útvarpið virðist eiga
langmestu fylgi að fagna, en
sjónvarpið er þó vafalaust sá fjöl-
miðill, sem er áhrifaríkastur. Með
auknu sjálfsafgreiðsluformi er
nauðsynlegt að koma ýmsum
upplýsingum, sem starfsfólkið
kom áður til viðskiptavinanna, á
annan hátt, og þá helzt með aug-
lýsingum, sem þó þurfa alls ekki
að vera í fjölmiðlum. Erlendis eru
til dæmis í flestum stærri verzl-
unum lesnar upp margs konar
tilkynningar, um verð vara, gæði,
sértilboð og fleira.
Margir fræðimenn hafa rannsak-
að, á hvaða hátt sé rétt að aug-
lýsa, og eru kenningar norska
prófessorsins Otto Ottesen,
„Markaðskortið“ einna þekktast-
ar hér á landi, þó að kenningar
þessari hafi því miður lítið verið
reyndar hér. I stuttu máli gengur
kenningin út á það, að hluti
þeirra manna, sem eru í heild-
inni, það er til dæmis þeir, sem
búa á ákveðnu svæði, séu ómót-
tækilegir fyrir auglýsingum okk-
ar. Ástæðan er sú, að þeir hafa
þegar gert upp hug sinn gagnvart
vörunni eða verzluninni, hvort
sem það hugaruppgjör er á þann
veg að koma aftur eða ekki til að
kaupa. Aðeins þýðir að beina
auglýsingum að þeim hópi, sem
ekki hefur ákveðið sig. Nú er ég
ekki að halda því fram, að þessi
kenning Otto Ottesen sé i sjálfu
sér nein lausn á vandamálinu,
hvernig eigi að auglýsa, heldur
bendi ég á að umræður um þetta
efni, sem þó skiptir svo miklu
máli, eru nánast engar.
4.4.5. Ljós, hiti, ræsting
Liðurinn ljós, hiti, ræsting, er
næstur. Verzlunareigendur hafa
löngum kvartað yfir háum orku-
Dagvöruverzlun
í Reykjavík
reikningum, en árið 1975 virðist
skera sig úr hvað varðar orkuna.
Að sönnu hefur orka mjög hækk-
að í verði á undanförnum árum,
en það sem skiptir þó miklu meira
máli er það, að vegna aukinna
krafna um hreinlæti og um með-
ferð matvæla, hafa komið fleiri
kæli- og frystitæki inn í verzlan-
irnar, tæki sem eru mjög orku-
frek, og þarf þar að auki að knýja
áfram alla daga ársins, allan sól-
arhringinn.
4.4.6. Póstur, sími, ritföng
Þessi liður er óverulegur, og
breytingar á honum hafa nær
engar orðið. Verzlanir í dreifbýli
eru aftur á móti ver settar að
þessu leyti, þar sem símagjöld til
Reykjavíkur utan af landi eru
nokkuð há, og flestar heildverzl-
anir og sú opinbera þjónusta, sem
þessar verzlanir þurfa að sækja,
eru í Reykjavík.
4.4.7. Aðstöðugjöld
Um er að ræða gjald sveitarfé-
laganna á fyrirtæki og einstakl-
inga, reiknað sem prósentuhlut-
fall af tekjum einstaklinga, en
sem prósentuhlutfall af gjöldum
fyrirtækja. Þessi liður hefur ekki
breytzt svo mjög, en áberandi er,
hversu miklu meira einstaklíngs-
fyrirtækin greiða í aðstöðugjald
heldur en félögin.
4.4.8. Onnur aðföng
Liðurinn þarfnast ekki nánari
skýringa. I honum felast ýmsir
smáliðir, sem ekki koma fram
annars staðar.
4.4.9. Laun og
launatengd gjöld
Laun og launatengd gjöld er
langsamlega stærstur allra kostn-
aðarliðanna. Með tenglum er átt
við þau gjöld, sem greiða verður
VERZLUNARTÍÐINDI
139