Verzlunartíðindi - 01.12.1979, Blaðsíða 37
Bvggðarlag kr./mánuð miðað við Rvk.
Hafnarfjörður 299.181 86.4
Akureyri 331.558 95.6
Reykjavík 346.259 100.0
Suðurnes (f. u. Keflavík) 635.264 183.5
Reyðarfjörður 187.585 54.2
Svæði Rafmagnsv. ríkisins 282.120 81.5
Orkubú Vestfjarða 371.587 107.3
V estmannaeyj ar 420.928 121.6
Það er athyglisvert hve mikill munur virðist vera á
milli einstakra rafveitna. Þó skal það haft í huga að
á sumum þessara veitusvæða er engin kjörbúð af
þessari stærð starfrækt (Reyðarfjörð, Suðurnes f. u.
Keflavík), en orkutaxtar til vélareksturs gjarnan
miðaðir við ríkjandi aðstæður, jafnvel sérstök fyrir-
tæki. Engu að síður eru þessar gjaldskrár lög-
bundnar og því hægt að framfylgja þeim með þeim
afleiðingum að verzlunarrekstri sé mismunað og þar
af leiðir að nauðsynlegt er að inn í gjaldskrár sé sett
samræmd skilgreining á notkun raforku í verzlun-
arrekstri. Raunar gildir þetta dæmi hér að framan
einnig fyrir smærri og meðalstór iðnfyrirtæki.
Orkukostnaður brauðgerða
Brauðgerðir hafa þá sérstöðu að starfa að mestum
hluta fyrir utan álagstíma veitukerfa. Bökunarofnar
eru yfirleitt í notkun frá 05 að morgni og til hádegis.
Af þessum sökum ætti að vera auðvelt að fá raforku
keypta á næturtöxtum. Sértaxtar fyrir brauðgerðir
eru þó ekki hjá öllum rafveitum, t. d. er það einungis
á Suðurnesjum f. u. Keflavík þar sem taxti er fyrir
brauðgerð af þeim rafveitum sem teknar eru með í
þessum samanburði.
Rafmagnsverð
Ef við búum okkur til dæmi: Brauðgerð er með
bökunarofna sem samanlagt eru 150- kW og eru í
gangi frá 05—11 f. h. 20 daga í mánuði að meðal-
tali. Orkunotkun er þá 3000 kWh/klst. á mánuði.
Með sértaxta Rafveitu Njarðvíkur og Rafveitu
Voga- og Vatnsleysustrandarhrepps yrði mánaðar-
legur kostnaður sem hér segir:
Suðurnes:
Taxti 6.3.
Á tímanum 22—08.30, 3.5X3000 á 8.80,
kr. 92.400. Á tímanum 08.30— 11, 2.5 X 3000 á
27.40, kr. 205.500.
Samtals orkukostnaður á mánuði ................ 297.900
Hafnarfjörður:
Taxti D6 05—08, 3X3000 á 5.07, kr. 45.630.
Taxti D2 08—11, 3X3000á 18.20, kr. 163.800.
Samtals orkukostnaður á mánuði ................ 209.430
Akureyri:
Taxti E-3 05—08, 3X3000 á 10.06, kr. 90.540.
Taxti E-1 08—11, 3X3000 á 15.89 kr. 143.010.
Samtals orkukostnaður á mánuði ................ 233.550
Reykjavik:
Taxti 5.3 05—09, 4X3000 á 5.07 kr. 60.840.
Taxti 5.1 09—11, 2X3000á 16.84 kr. 101.040.
Samtals orkukostnaður á mánuði ................161.880
Reyðarfjörður: Engin leið að átta sig á gjaldskrá í
þessu tilliti.
Rafmagnsveitur ríkisins: Engin leið að átta sig á
gjaldskrá i þessu tilliti.
Orkubú Vestfjarða: Engin leið að átta sig á gjald-
skrá í þessu tilliti.
Vestmannaeyjar: í gjaldskrá er öll ótalin raforku-
notkun felld undir taxta Al. Samkvæmt honum
þyrfti brauðgerðin að greiða kr. 938.700 pr. mánuð.
Ekki er ástæða til að ætla annað en að komast megi
að samkomulagi við þessar síðustu 4 rafveitur
þannig að brauðgerðin greiddi ekki meira en kr.
297.900 pr. mánuð.
Kaupmannasamtök Islands óska
félagsmönnum sínum, svo og landsmönnum
öllum, velfarnaðar á komandi ári.
VERZLUNARTlÐlNDI
165