Verzlunartíðindi - 01.12.1979, Qupperneq 30
Frá vinstri: Ásgeir Bjarnason varamaður í stjórn Kaupgarðs, Ólafur Torfason framkvœmdastjóri, Torfi Torfason stjórnarformaður, Ingi
Jónsson meðstjórnandi. Á myndina vantar Gústaf Sófusson meðstjórnanda.
NÝJAR
VERZLANIR
Kaupgarður hf.
Föstudaginn 16. nóvember tók verzlunin Kaup-
garður hf. til starfa í nýju húsnæði við Engihjalla í
Kópavogi, en verzlunin hafði áður verið til húsa að
Smiðjuvegi 9, í sama bæ.
Við nýju verzlunina starfa 15 — 20 manns, en fram-
kvæmdastjóri og verzlunarstjóri hennar er Ólafur
Torfason.
Kaupgarður hf. var stofnaður 5. september 1973, og
var tilgangur félagsins að reka vörumarkað með
matvörur, hreinlætisvörur og fleiri algengar
neyzluvörur. Þann 4. desember sama ár, var verzlun
félagsins opnuð í leiguhúsnæði að Smiðjuvegi 9 í
Kópavogi.
í ágústmánuði 1977 hófust byggingarframkvæmdir
við nýtt verzlunarhúsnæði fyrir Kaupgarð hf. að
Engihjalla 4 í Kópavogi. Grunnur var grafinn um
sumarið og sökklar steyptir um haustið. Fram-
kvæmdir lágu svo niðri yfir veturinn, en um vorið
1978 hófust þær að nýju og hafa staðið óslitið síðan.
Búið er að steypa upp fyrsta áfanga hússins, ásamt
kjallara annars áfanga. Verzlunarhæðin er nú 1.035
m2. Kjallari undir báðum áföngum, auk bifreiða-
geymslu, er um það bil 1.464 m2.
Annar áfangi hússins er um 488 m2, og á hann að
vera tvær hæðir og að auki kjallari.
I þeim hluta hússins eru fyrirhugaðar sérverzlanir,
auk aðstöðu fyrir ýmsar þjónustugreinar.
Eigendur verzlunarinnar hugsa sér hana fyrst og
fremst sem hverfisverzlun, sem veiti góða þjónustu
með daglegar neyzluvörur, t. d. verður sérstök
áherzla lögð á kjötdeildina.
I stjórn Kaupgarðs hf. eiga sæti: Torfi Torfason
formaður, Gústaf Sófusson og Ingi Jónsson, með-
stjórnendur. Framvkæmdastjóri er Ólafur Torfa-
son, sem fyrr sagði. —J™-
158
VERZLUNARTIÐINDI