Verzlunartíðindi - 01.12.1979, Side 35
Rafmagnsverð
Samanburður á raforkuverði
einstakra rafveitna í júní 1979
Heimild: Stjórnartíðindi B 24 — 26, Nr. 214—239,
1979. Gjaldskrá rafveitna.
Kaupmannasamtökin létu gera samanburð á raf-
magnsverði i nokkrum byggðarlögum landsins.
I ljós kom að lítið samræmi er í töxtum einstakra
rafveitna, og raunar verulegur munur eftir veitu-
svæðum.
Ritstj.
Raforka til heimilisnota
Forsendur samanburðar: Vegna þess hve gjaldskrár
byggja á breytilegum aðferðum við útreikning er
ómögulegt að fá nokkurn raunhæfan samanburð
með því einu að bera saman verð á hverri kWh. Þess
í stað hefur sú aðferð verið valin að nota ákveðnar
gefnar forsendur við útreikning. Gert er ráð fyrir að
rafmagnsnotkun 5 manna fjölskyldu i 150 fermetra
einbýlishúsi (brúttóflötur) sé 650 kWh/mánuð.
Meðaltalsnotkun ársins yrði þá 8100 kWh. Við út-
reikning á gjaldeiningum eða fermetragjaldi, þar
sem það er gjaldstofn, er reiknað með 7 gjaldein-
ingum. Innifalið í orkukostnaði er mælaleiga fyrir
1-fasa mæli allt að 30 amp. Einnig eru eftirtalin
gjöld innifalin í orkukostnaðinum: sölugjald og
verðjöfnunargjald samtals 39%.
Byggðarlag Mánaðarl. Árlegur
kostn. kr. kostn. kr.
Hafnarfjörður 250.875 20.906
Akureyri 232.084 19.340
Reykjavík 247.455 20.621
Suðurnes (f. u. Keflavík) 244.655 20.388
Reyðarfjörður 226.353 18.863
*Svæði Rafmagnsv. ríkisins 342.976 28.581
*Orkubú Vestfjarða 315.420 26.285
Vestmannaeyjar 268.079 22.340
VERZLUNARTÍÐINDI
* Hjá Rafmagnsveitum ríkisins er marktaxti sem
miðast við að samanlagt álag á húsveitu fari ekki
yfir 4 kW. Markmæling og greiðsla raforku sam-
kvæmt henni er einkum hugsuð fyrir búrekstur þar
sem hægt er að hagræða orkunotkun þannig að
mestur hluti hennar eigi sér stað utan háálagstíma
og með sjálfvirkum stýribúnaði má girða fyrir að
álag fari upp fyrir 4 kW mörkin án sjálfvirks út-
sláttar. Markmæling er því hagstæðari í hlutfalli
við notað orkumagn séu aðstæður til þess að nýta
það í jöfnum mæli sem mestan hluta sólarhringsins.
Sé gert ráð fyrir því að heimili noti 8100 kWh á ári
og greiði fyrir það samkvæmt marktaxta og fari álag
aldrei fram úr 4 kW mörkum, yrði kostnaður þessi:
Svæði Rafmagnsv. ríkisins 236.596 19.716
Orkubú Vestfjarða 236.380 19.698
Eins og áður er getið er afar erfitt að bera saman
markmælingu og venjulega magnmælingu, þar sem
aðstæður geta verið ólíkar og gefið allt aðra niður-
stöðu. í þessum samanburði hefur eingöngu verið
um að ræða raforku til heimilisnota. Sé t. d. gert ráð
fyrir að sveitabýli notaði 8100 kWh til heimilisins en
síðan væri súgþurrkun í 100 daga keyrð utan álags-
tíma þannig að heildarálag færi ekki fram úr 4 kW,
en það eru 4800 kWh þá yrði kostnaður af tæplega
60% meiri orkunotkun þessi:
kr. /ár kr./mán.
Svæði Rafmv. rikisins 263.860 21.988 (11% hærra)
Orkubú Vestfjarða 263.740 21.978 (11.6 hærra)
Þetta dæmi sýnir hvernig marktaxti hvetur til
nokkurs konar áætlunarbúskapar og leiðir um leið
til þess að álag á veitukerfum verður jafnara.
Dæmið hér síðast sýndi að þótt orkunotkun í
markmælingu ykist um 60% hækkaði orkureikn-
ingurinn aðeins um 11%.
Raforka til lýsingar
Þegar bera á saman orkukostnað vegna lýsingar í
atvinnurekstri kemur upp sama vandamálið og með
heimilisnot, ekkert samræmi er á milli verðskrán-
ingar orkusölufyrirtækja og því tilgangslaust að
ætla að bera saman einingaverð eða einstaka gjald-
skrárliði. Þess í stað er vænlegra til árangurs að búa
sér til ákveðið dæmi og reyna síðan að ráða í þann
frumskóg sem þessar verðskrár eru orðnar að. For-
163