Verzlunartíðindi - 01.12.1979, Side 27
TAFLA 6.1.2.
1972
0,63
Veltufjármunir í hlutfalli af skammvinnufjármagni
1973 1974 1975
0,65 0,73 0,73
(H2 )
með langvinnu fjármagni. Sam-
kvæmt þessu ætti hlutfallið milli
veltufjármuna og skammvinns
fjármagns að vera minnsta kosti
2:1. Þetta hlutfall mælir
greiðsluhæfni fyrirtækisins.“
Svo mörg voru þau orð. En
hvernig var þetta hlutfall fyrir
dagvöruverzlunina 1972—1975?
í töflunni sést, að þessu skilyrði
hefur alls ekki verið fullnægt,
enda kemur fram, að í stað þess
að hluti veltufjármuna skuli fjár-
magnaður með langtímafjár-
magni, þá er hluti fastafjármuna
fjármagnaður með skammtíma-
lánum. Það hlýtur að hafa í för
með sér erfiðleika við fjármögn-
un, eins og áður var bent á.
6.2. Langtímafjármagn
Langtímafjármagnið skiptist
annars vegar í langtímalán, en
hins vegar í eigið fé. Nauðsyn
eigin fjár í fyrirtæki er í raun tví-
þætt. í fyrsta lagi er nauðsynlegt
að hafa eigið fé til að mæta
slæmri rekstrarafkomu, sem að
sjálfsögðu verður ekki alltaf séð
fyrir, og hins vegar er hætta á, að
lánardrottnar fyrirtækisins nái of
miklum völdum, ef þeirra hlutur
er orðinn of stór, enda eru til
dæmi þess, að lánardrottnari hafi
fengið mann kjörinn í stjórnir
fyrirtækja, til að gæta hagsmuna
sinna.
Ef eigið fé er sett sem hlutfall af
lánsfé, fæst tafla 6.2.1.
TAFLA 6.2.1. Eigið fé sem hlutfall af lánsfé
1972
0,205
1973
0,387
1974
0,344
1975
0,344
(H2 )
Hér sést, að eigið fé er mjög lítið á
árinu 1972, vex síðan mjög, en
minnkar svo aftur. Verðbólgan
hefur orðið þess valdandi, að eig-
ið fé hefur rýrnað nú á síðustu
árum, en því miður var ekki hægt
að fá tölur þar að lútandi.
Langvinn lan eru flest vegna
fjárfestinga. Stofnlánasjóðir eru
nokkrir á vegum verzlunarinnar,
t. d. Stofnlánasjóður matvöru-
kaupmanna, sem lánað hefur
undanfarin ár til flestra dagvöru-
verzlana, sem byggðar hafa verið,
eða breytt að miklu leyti, þegar í
þeim hefur verið hafin mjólkur-
sala. Stofnlánasjóðirnir vega þó
ekki mjög þungt, eins og sjá má í
töflu 6.2.2.
Dagvöruverzlun
í Reykjavík
Sveiflur eru miklar, og árin 1973
og 1975 eru miklu lægri en 1972
og 1975. Aðrir stofnlánasjóðir
sem má nefna eru Verzlunar-
lánasjóður og lán, sem Fjárfest-
ingarfélagið hefur veitt.
Önnur langvinn lán eru banka-
lán, nú á síðustu árum í formi
vaxtaaukalána, en vextir af þeim
nú eru 33%, þannig að vaxta-
byrðin er mikil. Framleiðsluat-
vinnuvegirnir, og þá sérstaklega
sjávarútvegur og landbúnaður,
hafa verið mjög frekir á fjármagn,
og verzlunin hefur ekki fengið
nema lítið brot af því sem þessir
„höfuðatvinnuvegir þjóðarinn-
ar“ hafa nælt sér í.
Verzlunarlánasjóður var stofnað-
ur með lögum frá því í apríl 1966,
en það fjármagn, sem hann hefur
fengið til ráðstöfunar hefur verið
sáralítið, og má sem dæmi nefna,
að á árinu 1971 voru lánveitingar
úr sjóðnum 1.4% af lánveitingum
fjárfestingarlánasjóða það ár, og
útlán sjóðsins námu í árslok 1971
aðeins 0.78% af heildarútlánum
fjárfestingalánasjóða. (H3)
6.3. Skammvinn lán
Stærstu lánardrottnar dagvöru-
verzlunarinnar eru birgjar henn-
ar. Lánin eru aðallega tvenns
konar. Annars vegar er um úttekt
í reikningi að ræða, sem þá
greiðist oftast nær um miðjan
næsta mánuð eftir úttekt. Þessi
lán eru nær alltaf vaxtalaus. Hins
vegar er um að ræða víxla til
30—45 daga. Þeir bera stundum
vexti, eins og fjallað verður um
síðar í þessum kafla og hinum
næsta.
Staðgreiðsluviðskipti hafa nokk-
uð komið í stað þessara lána til
dæmis á mjólkurvörum, og kem-
ur þá oft til staðgreiðsluafsláttar,
sem er frá 3—10% allt eftir því,
um hvaða vöru er að ræða. Einn-
VERZLUNARTÍÐINDI
155