Verzlunartíðindi - 01.12.1979, Side 41
Félag Kaupsýslumanna í Vestmannaeyjum 35 ára
Félag kaupsýslumanna i Vest-
mannaeyjum hélt hátíðlegt 35
ára afmæli sitt þann 10. þ. m.
Hátíðin var haldin í samkomu-
húsi Vestmannaeyja og hófst hún
með borðhaldi, en Brunaliðið lék
fyrir dansi. Formaður Kaup-
mannasamtakanna, Gunnar
Snorrason, afhenti félaginu
vandaðan fundahamar að gjöf frá
samtökunum.
Tveir af stofnendum félagsins,
þeir Gísli Gíslason og Björn Guð-
mundsson, starfa enn við kaup-
sýslu i Vestmannaeyjum og voru
þeir heiðraðir sérstaklega af fé-
lagsins hálfu og fengu þeir afhent
heiðursskjöl af þvi tilefni.
Til stofnfundar félagsins var
boðað 5. október 1944 en form-
lega gengið frá stofnun félagsins á
framhaldsfundi 14. nóvember
sama hár. Fyrsti formaður félags-
ins var Georg Gíslason.
Félagið hefur nú keypt húseign-
ina, Einarshöfn ásamt útihúsi
með tilheyrandi eignarlóð. Mikl-
ar endurbætur þarf að gera á
húsunum vegna skemmda af
völdum gossins. Félagið er búið
að samþykkja tilboð i viðgerð á
aðalhúsinu samtals að upphæð 8
milljón kr. og verður byrjað á
endurbótum nú i desember og
miðað við að þeim ljúki í mars
n. k.
Fyrirhugað er að nota hluta af
húsnæðinu sem orlofsheimili og
þá í skiptum fyrir samsvarandi
orlofsaðstöðu hjá öðrum. Byrjað
verður á að bjóða Kaupmanna-
samtökunum orlofsaðstöðu í hús-
inu fyrir félagsmenn sína. Einnig
mun Landssambandi ísl. verzl-
unarmanna verða boðin aðstaða
fyrir félagsmenn sína.
Núverandi stjórn félagsins skipa:
Þorbjörn Pálsson formaður,
Kristján Ólafsson, Engilberg
Gíslason, Kolbeinn Ólafsson,
Trausti Marinósson, Magnús
Sveinsson og Sigurður Jónsson.
Afr aflokinni afhendingu heifrursskjalanna. Frá vinstri: Gísli Gíslason, Gufrrún Svein-
hjarnardóttir kona hans og Björn Gufrmundsson.
VERZLUNARTlÐINDI
169