Verzlunartíðindi - 01.12.1979, Side 33

Verzlunartíðindi - 01.12.1979, Side 33
V axtagreiðslur smásöluverzlana Vaxtagreiðslur smásöluverzlana eru fyrst og fremst af vörukaupa- lánum og af rekstrar- og fjárfest- ingarlánum. A árinu 1974 varð nokkur breyt- ing á vaxtagreiðslum smásölu- verzlunar hér á landi. Fyrir þann tíma greiddu smásöluverzlanir ekki vexti af vöruvíxlum og var því eingöngu um að ræða vexti af rekstrar- og fjárfestingarlánum. Samtök heildsala ákváðu á fyrr- nefndu ári að krefjast vaxta af vöruvíxlum. Samtök kaupmanna mótmæltu þessari ákvörðun á þeirri forsendu að kaupmenn fengju ekki að reikna vaxtakostn- að inn í vöruverðið en hins vegar er heildsölum heimilt að reikna bæði vexti og bankakostnað inn í vöruverðið. Samtök kaupmanna lögðu mikla áherzlu á það við verðlagsyfir- völd að tekið yrði tillit til þessa útgjaldaliðar hjá smásöluverzl- uninni þegar smásöluálagning væri ákveðin. Undirtektir við þessari beiðni hafa engar orðið, og er því smá- S. S. Glæsibæ framhald um það svo gott hjá Sláturfélag- inu. Okkur er sýnt það traust hjá félaginu að við rekum verzlan- irnar eins og við ættum þær sjálfir og það er e. t. v. þess vegna sem það hefur aldrei hvarflað að mér að verða kaupmaður. — —jib. sölum gert að greiða þennan kostnað af álagningunni, sem stöðugt hefur farið lækkandi. Ákvörðun heildverzlana um að vaxtareikna vöruskuldir hafði í mörgum tilvikum eftirfarandi áhrif: 1. Innkaup verzlana frá heild- verzlunum urðu í minna magni, en tíðari. 2. Reynt var að staðgreiða vör- una hjá heildsala gegn af- slætti. 3. Kaupmenn drógu úr lánsvið- skiptum við viðskiptavini. 4. Lager verzlana minnkaði þar sem dregið var úr vörukaupum almennt. Þó að æskilegt þætti að áðurtöld- um reglum væri fylgt kom í ljós að smásöluálagningin fór stöðugt lækkandi og gafst því ekki svig- rúm til þess. Stöðugar gengisfellingar rýra mjög fjármagn smásöluverzlana vegna þess að bann er lagt við því að hækka útsöluverð til jafns við innkaupsverð. Vegna skorts á fjármagni neyðast kaupmenn til þess að kaupa vöruna af heild- verzlunum gegn gjaldfresti. Einnig má benda á það að heild- verzlanir hafa ekki getað tryggt nægilega stöðugt vöruframboð sem hefur þær afleiðingar að innkaup verzlana frá heildverzl- unum verða að fara fram á þeim tíma sem heildverzlanir hafa vöruna á boðstólum og leiðir það m. a. til þess að kaupa þarf meira magn í einu. Hversu mikil áhrif vaxtagreiðslur af vöruvíxlum hafa á rekstur smásöluverzlunar má sjá af eftir- farandi dæmi: Verzlun kaupir vöru fyrir 40 milljónir á ári frá heildsala. Inn- kaupin eru gerð fjórum sinnum á ári, þ. e. fyrir 10 milljónir í hvert skipti. Heildverzlunin lánar vör- urnar í 2 mánuði gegn 4% vöxt- um pr. mánuð. Heildarvaxta- greiðsla smásöluverzlunarinnar vegna þessara innkaupa er því um 1.6 milljónir á ári. Smásöluálagning á sömu vöru er um 30% og eru því brúttó sölu- laun um 12 milljónir, en af þeirri upphæð á eftir að greiða allan reksturskostnað og eru vextir af vöruvíxlum um 13.3% af þeirri upphæð. Hér er um að ræða mjög sláandi dæmi um áhrif vaxta á afkomu smásöluverzlana. Væri hins vegar heimilt að reikna þennan kostnað inn í vöruverðið hefði það tiltölulega lítil áhrif á útsöluverðið. Að ofansögðu má sjá að vaxta- greiðslur smásöluverzlana hafa aukizt til muna frá því að ákvörðun heildsala tók gildi. Samkvæmt upplýsingum þjóð- hagsstofnunar (úrtaki) má ætla að vaxtagreiðslur smásöluverzl- ana (atvinnugreina númer 617 — 629) hafi hlutfallslega hækkað meira en nokkur annar kostnaður frá árinu 1974. Sam- kvæmt sömu upplýsingum hafa vaxtagreiðslur frá árinu 1977 til 1979 hækkað um nær 190% á meðan velta hefur aukizt um ca. 150%, laun um 150% o. s. frv. Má af því ráða að verzlunin nýtur verri kjara en aðrir atvinnuvegir landsmanna hjá Lánastofnun- um. M. E. F. VERZLUNARTÍÐINDI 161

x

Verzlunartíðindi

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Verzlunartíðindi
https://timarit.is/publication/1845

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.