Verzlunartíðindi - 01.12.1979, Blaðsíða 9
Dagvöruverzlun
í Reykjavík
4.3. Skýrsla Sambands
íslenzkra samvinnufélaga
Samband íslenzkra samvinnufé-
laga hefur að undanförnu rekið
verzlunarþjónustu fyrir kaupfé-
lögin, þar sem unnið er úr upp-
Eins og sjá má er töluverður
munur á þessum tveim töflum.
Þessar töflur eru ekki settar upp
með það i huga, að úr þeim megi
sjá kostnaðarskiptingu dagvöru-
verzlunar, heldur frekar til sam-
anburðar við töflur í kafla 4.4.
sem eru unnar upp úr gögnum frá
Þjóðhagsstofnun, og við skulum
nú líta á.
4.4. Kostnaðarskipting í
dagvöruverzlunum í Reykjavík
Á vegum Þjóðhagsstofnunar hafa
verið gefnar út undanfarin ár
skýrslur, sem sýna afkomu hinna
mismunandi atvinnuvega. Fyrsta
skýrslan um verzlun er frá árinu
lýsingum sem fást úr bókhaldi
kaupfélaganna. Tafla 4.3.1. er
unnin á vegum verzlunarþjón-
ustunnar og sýnir hlutfallslega
skiptingu kostnaðar.
1971, en sú síðasta, sem út er
komin, frá árinu 1975.
Á vegum Þjóðhagsstofnunar er
unnið nær linnulaust að upplýs-
ingaöflun um verzlunina, og þær
tölur, sem hér verða settar fram,
eru úr gögnum Þjóðhagsstofnun-
ar. Hinum ýmsu verzlunargrein-
um er skipt niður eftir tegund
starfseminnar, og atvinnugrein
618, kjöt- og nýlenduvöruverzl-
un, mjólkur- og brauðsala, er
nánast það, sem ég hef hér kallað
dagvöruverzlun. Þjóðhagsstofn-
un skiptir verzlununum í þrjá
stærðarflokka og gerir greinar-
mun á verzlun i Reykjavík annars
vegar og utan Reykjavíkur hins
vegar. Þar sem verzlun utan
Reykjavíkur á við öll þau sömu
vandamál að etja og verzlun í
Reykjavík, að viðbættum vanda-
málum, sem ekki eru í Reykjavík,
má benda á, að á vegum Sam-
bands íslenzkra samvinnufélaga
hefur verið gerð skýrsla um sér-
vandamál dreifbýlisverzlunar-
innar, sem bent er hér á, hafi
einhver lesandi þessara orða sér-
stakan áhuga á þeim þætti. Tafla
4.4.1. skiptist í verzlanir einstakl-
inga í Reykjavík, hlutafélaga í
Reykjavík og sameiginlegar tölur
fyrir árin 1971 til 1976, en nýrri
tölur eru því miður ekki fáanleg-
ar.
I töflunni eru allar tölur settar
sem hlutfallstölur, enda lítið að
marka samanburð íslenzkra
króna frá ári til árs.
Ástæða er til að fjalla lítillega um
helztu liði töflunnar, en að öðru
leyti skýrir hún sig sjálf.
4.4.1. Umbúðir
Þessi liður er nokkuð stór, og hef-
ur farið vaxandi, með notkun
svonefndra burðarpoka, sem leyst
hafa gömlu innkaupatöskur
heimilanna af hólmi. Þessir pokar
sem í sjálfu sér ættu ekki að vera
þess virði að á þá sé minnzt, hafa
vakið furðu mikla athygli og oft
orðið tilefni til blaðaskrifa. Til að
firra sig auknum kostnaði og þá í
leiðinni til að auka nýtingu hvers
poka, hafa ýmsir kaupmenn
brugðið á það ráð að selja þessa
poka á kostnaðarverði, en það
valdið mikilli óánægju viðskipta-
vinanna. í Noregi til dæmis hefur
sú leið verið farin að stilla þessum
pokum upp sem hverri annarri
vöru, og síðan eru pokarnir seldir
sem slikir.
I sambandi við umbúðakostnað,
er rétt að benda á, að ekki þarf að
leita nema um það bil 15 ár aftur
TAFLA 4.3.1.
Hlutfallsleg skipting kostnaðar,
úrtak kaupfélagsverzlana
1974 1975 1976 1977
Laun og lífeyrissjóðir. 53,3% 51,0% 50,6% 5 3,4%
Húsnæðiskostnaður. 4,3% 3 ,7% 3 ,9% 4,7%
Ljós, hiti, ræsting 5 ,7% 7 ,1% 6,9% 6,8%
Póstur, sími, ritföng 1,7% 1,8% 1,8% 1 ,6%
Umbúðir 3,2% 4 ,1% 3,3% 3,2%
Heimsendingar 2,3% 1,7% 1,5% 1,6%
Auglýsingar. 0,7% 0,7% 0,8% 0,8%
Tryggingar. 0,7% 1,0% 1,1% 1,1%
Viðhald áhalda og véla. 1,9% 2,3% 2,2% 1,7%
Fyrningar véla og áhalda. 1,5% 1 ,4% 1,2% 1,0%
Vextir 7 ,4% 7,0% 7,5% 5,1%
Opinber gjöld. 6,7% 6,7% 7,4% 6,5%
Sameiginlegur kostnaður. 8.9% 9.3% 9.7% 10,3%
Ýmis kostnaður. 1,6% 2 ,1% 2 ,1% 2,2%
100% 100% 100% 100%
VERZLUNARTÍÐINDI
137