Verzlunartíðindi - 01.12.1979, Side 5
Se'ra HALLDÓR S. GRÖNDAL:
Bankabókin — Jólahugvekja
Það var einu sinni ríkur maður sem var barnlaus. Hann átti
sér þá leyndu ósk að eignast nafna, að einhver mundi láta
dreng heita í höfuðið á honum. Og honum varð að ósk sinni.
Lítill drengur var skírður og gefið nafn hans. Og maðurinn
varð svo glaður og þakklátur, að hann gaf drengnum í
skírnargjöf bankabók með milljón krónum, verðtryggt og á
hœstu vöxtum. Skyldi barnið nota þetta, þegar það hefði
aldur til.
Drengurinn óx og dafnaði vel og honum var sagt af
bankabókinm góðu. Hann handlék bókina oft og dáðist að
svo stórkostlegri gjöf. Svo kom að því, að hann langaði til
náms erlendis, en foreldrar hans voru fátcekir og hannfór
hvergi. Og drengunnn, sem nú var ungur maður, kvœntist
og þau hjónin bjuggu í dýru leiguhúsnœði, þau réðu ekki við
að kaupa íbúð, það var svo dýrt. Þau sátu oft saman og
dáðust að bankabókinni góðu . . . hvílík gjöf. . . hvílíkt lán
að eiga slíka bók. En aldrei datt þeim í hug að taka
pemngana út og nota þá. Var þá nokkuð gagn í
bankabókinni? Nei, ekkert. Tilþess að gjöfin kœmi að
notum þurfti ungi maðurinn aðfara í bankann og taka út
peninga og nota þá til góðs í lífi sínu.
A jólum fœrð þú margar gjafir, stórar og smáar. Og eina
fœrð þú frá Guði, gjöf sem er œtluð þér alveg persónulega.
Hún er að vísu ekki pökkuð inn í fallegan jólapappír og
það er einfaldlega vegna þess að þessi gjöf verður aldrei
vegin og metin, aldrei sett í mœlistokk. Og þessi gjöf er
meira virði en nokkur bankabók. Þessi gjöf heitir elska og á
bak við hana eru þessi orð: „Því að svo elskaði Guð
heiminn, að hann gaf son sinn eingetinn til þess að hver
sem á hann trúir, glatist ekki, heldur hafi eilíft líf. “
1 þessari gjöf er það líf sem þú þráir að eignast. 1henni er
sátt og samlyndi við Guð og alla menn. / henni er gleði og
fögnuður, fnður og frelsi. 1 henni er kjarkur, þor og þolgœði
til að standast í erfiðleikum lífsins. í henni er styrkur og
huggun í sorgum og veikleika. I henni er lœkning á líkama
og sál. I henni er Ljós, sem lýsir burt allt myrkur. í henni er
fynrgefning synda þinna. 1 henni er líf en ekki svartur
dauði. I henm er sigur lífsins. / henni er nýtt líf og eilíft
líf. íhenm er frelsan þinn og hjálprœði. í henni er Jesús
Kristur.
Allt þetta er þér gefið í þessari gjöf. Til þín og frá Guði.
En eitt er að gefa gjöf og annað er að taka við henni og
opna hana. Það er lítið gagn í gjöf sem ekki er tekið við eða
Halldór S. Gröndal.
að tekið er við henni, en hún aldrei opnuð og notuð. Ef þú
ert einn af þeim kristnu mönnum, sem finnst lítið til
jólaboðskapsins koma, þá er allt eins víst, að þú hafir
aldrei opnað gjöfina, sem Guð hefur gefið þér.
Kannski ertu einn af þeim, sem finnst kristin trú lítið
spennandi, jafnvel leiðinleg og þér finnst lítið til koma um
bœnir, Guð bœnheyrir hvort sem er lítið eða ekkert. Ef þér
líður svona, þá hefur þú áreiðanlega ekki opnað jólagjöfina
til þín frá Guði.
En hvernig er hœgt að opna jólagjöf sem ekki er
áþreifanleg? Fyrst er að heyra jólaboðskapinn: „ Yður er í
dag frelsari fœddur, sem er Kristur Drottinn í borg
Davíðs. “ Þér er gefinn frelsari og hann heitir Jesús Kristur
og hann kom til þess að taka á sig allar syndir þínar og
misgjörðir og til þess að deyja á krossi þín vegna. Og svo er
þér gefið það fyrirheit, að ef þú trúir á hann og kemur að
krossi hans og biður um fyrirgefningu synda þinna, þá
fœrðu það. Hann mun gjöra það og um leið biður þú hann
að koma inn í líf þitt. Hann verður þá persónulegur vinur
þinn og frelsari. Og hann gerir þetta allt vegna þess að
hann elskar þig og þráir, að þú eignist heilbrigt og gott líf.
Að opna gjöfinafrá Guði og nota hana, það er að taka við
Jesú Kristi sem persónulegum frelsara þínum. Og það
heitir: að frelsast og það þarft þú að gera. Og það er ekki
eftir neinu að bíða, á morgun getur það orðið of seint.
Kannski ert þú kristinn maður og hefur átt trú í mörg ár, en
samt er lífið erfitt, fullt af kvíða og ótta. Og þú hefur beðið
og beðið til Guðs, en ekkert skeður. Hvers vegna er þetta
svona? Hefur þú farið eftir vilja Guðs: Gert iðrun og játast
Jesú Kristi? Hefur þú opnað gjöfina frá Guði og notað
hana? Þú skalt opna hana núna á þessurji jólum.
Guð gefi þér gleðileg jól.
Halldór S. Gröndal.
VER'/LUNARTÍÐINDI
133