Verzlunartíðindi - 01.12.1979, Qupperneq 19

Verzlunartíðindi - 01.12.1979, Qupperneq 19
miðast við arðsemi á hinum al- menna markaði, sem mjög hefur breytzt á undanförnum árum. 4.6. Niðurlag Eins og vikið var að í upphafi þessa kafla, er ekki minna um vert að huga að kostnaðar- en tekjuhlið fyrirtækisins. f bókhaldi flestra verzlana kemur ekki fram skipting varanna eftir vöruflokk- um, og því er erfitt að fylgjast með þvi, hvaða vörur gefi mestar tekjur og hvaða vörur þurfi að athuga sérstaklega. Þetta meðal annars hefur orðið til þess að verzlunareigendur nota bók- haldsupplýsingar mjög lítið við stjórnun og ákvarðanatekt, enda er það því miður frekar regla en undantekning, að uppgjör verzl- unarfyrirtækja fyrir ár hvert sé ekki fullunnið fyrr en í lok maí eða byrjun júnímánaðar ársins á eftir. Með aukinni vélvæðingu, tölvunotkun og ekki sízt þekk- ingu, ætti þó að geta orðið á breyting til batnaðar áður en langt um líður. Kafli 4. — Heimildir 1. Skýrsla verzlunarmálanefnd- ar. 2. Gögn frá Sambandi íslenzkra samvinnufélaga. 3. Unnið upp úr gögnum frá Þjóðhagsstofnun. 4. Fjárfestingahandbókin. Út- gefin 1978 af Frjálsu framtaki hf. 5. Verzlunartíðindi 16. árgangur 1965. Útgefið af Kaupmanna- samtökum íslands. 6. Införing i markedskommuni- kasjon, eftir Otto Ottesen. Út- gefið af Nyt nordisk forlag Arnold Busck, Kaupmanna- höfn 1977. 7. „Bókhaldslykilú, gerður af Hagvangi hf. fyrir Kaup- mannasamtök íslands. Kafli 5. Starfsfólkið 5.1. Inngangur Varla er hægt að segja annað en kaup og kjör afgreiðslufólks i dagvöruverzlunum sé ein rauna- saga. Launin eru með því allra lægsta, sem þekkist í landinu, og þar að auki er óhætt að fullyrða að kvenfólki er ekki boðið upp á neitt erfiðara starf í þjóðfélaginu heldur en það að vinna í dag- vöruverzlun, að minnsta kosti hvað líkamleg átök snertir. Um það að iaun afgreiðslufólks séu léleg virðast flestir sammála, og þá ekki sízt atvinnurekendur. Þeir segja aftur á móti líka, að verzlunin sé ekki fær um að greiða meira, og því þurfi fleiri aðilar að koma með við lausn vandamálsins, það er hið opin- bera. En það er fleira en bara launin, sem ekki er í því ástandi, sem viðunandi má telja. 5.2. Lífeyrissjóður Allt afgreiðslufólk dagvöruverzl- ana er í Lífeyrissjóði verzlunar- manna. Þessi sjóður er ekki verð- tryggður og i þeirri verðbólgu, sem hér hefur geisað, má nærri geta, hver innistæða launþegans er að raungildi, þegar starfsævi líkur. Möguleikar á láni er sá helzti kostur, sem launþegi getur séð við það að vera í lífeyrissjóði. Annars er allt það, sem að lífeyr- issjóðnum snýr, orðið það flókið, að til að fjalla um það þarf heila ritgerð, og á þessu vori skrifar einmitt einn nemandi Viðskipta- deildar um lífeyrissjóðina. Dagvöruverzlun í Reykjavík 5.3. Mötuneyti Afgreiðslufólk í dagvöruverzlun- um hefur almennt ekki aðgang að mötuneyti og því síður niður- greiddum mat, eins og félagar í Bandalagi starfsmanna ríkis og bæja. I flestum verzlananna er að vísu kaffistofa, þó alls ekki öllum. 5.4. Vinnutíminn Vinnutími afgreiðslufólks er oft- ast mjög óhentugur. Vinna hefst í flestum tilfellum klukkan 9 að morgni, og líkur á bilinu 18— 18.30 síðdegis, meðan nær allar aðrar stéttir þjóðfélagsins ljúka vinnu klukkan 17. Um miðjan daginn er að vísu matarhlé í eina og hálfa klukkustund, en sá tími vill nýtast illa. Allir þeir, sem hafa unnið í verzlun annars vegar og hins vegar á stað, þar sem vinnu lýkur klukkan 17, vita, hversu mikils virði þessi klukku- stund eða rúmlega það er. I Reykjavík er í gildi reglugerð um lokunartíma verzlana. Á undanförnum árum hefur verið gerð mjög hörð hríð að þessari reglugerð, og háværar raddir hafa verið uppi um að gefa lok- unartímann frjálsan. Bæði sam- tök kaupmanna og verzlunarfólks hafa harðlega mótmælt lengingu afgreiðslutímans, enda má telja nær víst, að lenging afgreiðslu- tímans mundi hafa í för með sér aukið vinnuálag á það fólk, sem við verzlunina starfar, og þá alveg sérstaklega dagvöruverzl- unina, meðan almenna mark- miðið í öllu þjóðfélaginu er minna vinnuálag og stytting vinnutímans. Ekki er hægt að gera ráð fyrir aukinni sölu vegna lengri afgreiðslutíma, og vegna eftir- og næturvinnuálags, sem verður að greiða, mundi rýmkun afgreiðslutímans nær örugglega hafa í för með sér hækkun verð- VERZLUNARTÍÐINDl 147

x

Verzlunartíðindi

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Verzlunartíðindi
https://timarit.is/publication/1845

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.