Verzlunartíðindi - 01.12.1979, Side 39

Verzlunartíðindi - 01.12.1979, Side 39
Stelur plötum þjófunnn athafnar sig áhyggjulaust á meðan afgreiðslustúlkan gluggar í blöðin. „Þegar maður er í formi rænir maður ca. 6—8 plötum á dag og það í einni ferð. Þannig fer ég allt upp í 150 plötur á mánuði! Þær sel ég síðan á 3000—5000 stykkið og svo getur þú bara reiknað.“ Blaðamaður notaði sína tak- mörkuðu reikningsgáfu og reikn- aði um leið og hann gapti van- trúaður á meistaraþjófinn, Neei, 450—700 þúsund. Það gat ekki verið. Blaðamaðurinn krossneit- aði að trúa. Hvernig gat hann bara selt plötur fyrir þessa upp- hæð? ,Ja, þessar tekjur eru algert há- mark, því maður er sjaldnast alveg í fullri vinnu við þetta, en maður er alltaf með svona 200.000—300.000 og það er nóg. Mesta vinnan er náttúrulega að losna við þetta, en það geri ég með því að nota ótal milliliði og svo sel ég diskótekurum drjúgan hlut. Það kemur hver einasta króna inn þú mátt trúa því!“ Blaðamaður trúði því samt ekki. „Nú, ef þú trúir því ekki, þá skal ég sýna þér það,“ bauð snilling- urinn og fannst stolti sínu stór- lega misboðið, svo það varð úr að áskoruninni var tekið og stund og staður ákveðinn. Daginn eftir mætti blm. ásamt ljósmyndara, klyfjaður alskyns ljósmyndagræjum. Hann hafði ekki beðið lengi þegar snillingur- inn kom í öllu sínu veldi og var einnig búinn öllum helstu at- vinnutækjum sínum, sem aðal- lega var svalur karakter og rúm- góð úlpa. „Eg vil ekkert svona,“ sagði hann þóttafullur og benti á ljós- myndagræjurnar og þar við sat. Síðan var farið til næstu plötu- verslunar. Nú var of langt gengið til að snúið væri við. Verslunin var eins og einskis- manns land. Afgreiðslustúlkan virti þá sem inn komu varla við- lits. Plötuþjófurinn gekk að næsta rekka og byrjaði að fletta. Blaða- maðurinn gerði hið sama en reyndi þó að hafa augu með öllu. Þegar plötumaðurinn var búinn að safna að sér 5 plötum, hurfu þær eins og fyrir töfra, innundir úlpuna. Það heyrðist ekkert fyrir músik og allt virtist eins og ekkert hefði í skorist, nema hvað blm. skalf óeðlilega í hnjáliðunum. Það leið drjúg stund áður en hann valdi augnablikið til út- göngu. Hann beið eftir að einhver færi út og fór svo í kjölfarið, rétt eins og hanr; hafði lýst áður. Það skal játað að blm. hefði ekki Framh. á bls. 132. VERZLUNARTÍÐINDI 167

x

Verzlunartíðindi

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Verzlunartíðindi
https://timarit.is/publication/1845

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.