Verzlunartíðindi - 01.12.1979, Qupperneq 34
Stjóm Félags kaupsýslumanna í Vestmannaeyjum. Frá vinstri: Magnús Sveinsson, Engilbert Gíslason, Sigurður Jónsson, Þorbjörn Pálsson,
Kristján Ólafsson og Kolbeinn Ólafsson. Á myndina vantar Trausta Marinósson.
FRÁ SÉRGREINA-
FÉLÖGUM
Félag kaupsýslumanna
í Vestmannaeyjum
Aðalfundur Félags kaupsýslumanna í Vestmanna-
eyjum var haldinn 3. nóvember í Kiwanishúsinu við
Strandveg í Vestmannaeyjum.
Formaður félagsins Þorbjörn Pálsson setti fundinn,
og bauð velkomna þá Benedikt Ragnarsson frá
Sparisjóði Vestmannaeyja, og Pál Zóphóníasson frá
bæjarstjórn Vestmannaeyja, en þeir voru gestir á
fundinum.
Sigmundur Andrésson var kosinn fundarstjóri en
Hörður Rögnvaldsson fundarritari.
Áður en gengið var til dagskrár tók formaður til
máls og minntist Reynis Frímanns Mássonar og risu
fundarmenn úr sætum í virðingarskyni.
Formaður félagsins flutti skýrslu stjórnarinnar og
kom þar m. a. fram að keypt hafði verið húsnæði að
Kirkjuvegi 15 í Vestmannaeyjum. Verður þar fé-
lagsheimili með orlofsaðstöðu.
Félagið gekk í Kaupmannasamtök Islands á sl.
sumri og hafa fulltrúar þess setið fundi og ráðstefn-
ur á vegum Kaupmannasamtakanna.
Skýrslan bar með sér öfluga félagsstarfsemi, og var
fundurinn mjög ánægður með störf stjórnarinnar.
Endurskoðaðir reikningar félagsins voru samþykkt-
ir samhljóða. Samþykkt var að gjald til orlofsheim-
ilissjóðs félagsins yrði nú, sextíu og fimm þúsund
krónur á hvern félaga.
Formaður skýrði frá því að stjórnin hefði ákveðið að
heiðra á 35 ára afmælishátíð félagsins, tvo af stofn-
endum þess, þá Gísla Gíslason og Björn Guð-
mundsson, en þeir starfa enn við kaupsýslu í Vest-
mannaeyjum. Þorbjörn Pálsson var endurkjörinn
formaður félagsins, en aðrir í stjórn þess eru:
Kristján Ólafsson, Engilbert Gíslason, Kolbeinn
Ólafsson og Trausti Marinósson.
Varamenn í stjórn eru: Magnús Sveinsson og Sig-
urður Jónsson. Endurskoðendur voru kjörnir þeir:
Gísli Engilbertsson og Kristján Eggertsson. Engil-
bert Gíslason var kjörinn fulltrúi í fulltrúaráð
Kaupmannasamtaka íslands og Kolbeinn Ólafsson
varamaður hans í fulltrúaráðið.
162
VERZLUNARTÍÐINDI