Verzlunartíðindi - 01.12.1979, Síða 38

Verzlunartíðindi - 01.12.1979, Síða 38
Stelur plötum fyrir 300.000 kr. á mánuði í mánaðarritinu Lúsifer, 1. tölu- blaði, 1. árgangs, ágúst 1979, er grein um þjófnað í verzlunum. Blað þetta er að sjálfsögðu selt í bókaverzlunum og öðrum blað- sölustöðum. Ýmsir kaupmenn, sem lesið hafa þessa grein hafa komið að máli við ritstjóra Verzlunartíðinda og talið að greinin ætti að birtast í blaðinu, hún myndi vekja kaup- menn til umhugsunar um þetta vandamál. Með góðfúslegu leyfi ritstjóra og ábyrgðarmanns Lúsifers, Jóns Steinars Ragnarssonar, er greinin birt hér orðrétt. — Ritstj. „Nú á síðustu og verstu tímum, þegar almenningur barmar sér yfir peningaleysi og kaupgetan minnkar með hverjum degi, þá virðist kaupgleði og eyðslusemi aldrei vera meiri. Það má sjá í því að munaðarvörur, svo sem áfengi, tóbak, tískuklæðnaður og hljóm- plötur o. m. fl. er nú á tímum mest seldi og vinsælasti söluvarn- ingurinn þrátt fyrir það að sá varningur sé sá langdýrasti og einskisnýtasti á almennum markaði. Fólkinu svíður sem sagt ekki eins sárt og það lætur. Ein eP þó sú stétt sem litlu hefur úr að spila, það eru unglingarnir. Keppst er við að gera þeim lífið leitt. Öllum skemmtistöðum og öðrum tómstundastöðum hefur verið lokað á nefið á þeim og for- eldrar láta þeim ekki aura í té nema í brýnustu nauðsyn. „Þeir fara hvort sem er með þetta í kók og spilakassa!“ segir fólk. En hvað er annað við að vera fyrir þá? spyrjum við. „Nú, ungmennafé- lögin, æskulýðsráð og skátarnir,“ segir fólk. „Ef það er ekki nógu gott, þá geta þau bara unnið fyrir sínum spilapeningum sjálf.“ Já að vísu er hollt fyrir ungt fólk að vinna, en það er bara alls enga vinnu að fá! Unglingarnir í dag verða að afla sér vasapeninga á annan og róttækari hátt. Eftir langa eftirgrennslan komst blaðamaður Lúsifers i samband við ungan mann, sem aflaði sér tekna á mjög róttækan hátt, en til allrar hamingju gefur hann ekki rétta mynd af hinum almenna unglingi í dag, því að hans tekjur eru drjúgum meiri en gengur og gerist með vasapeninga. Hann stelur nefnilega grammófónplöt- um fyrir yfir 300.000 kr. á mán- uði! Þegar blaðamaður fór á fund þessa merkilega manns bjóst hann fastlega við því að hitta fyrir síðhærðan og skitugan vandræðaungling, en þegar á hólminn var komið brá öðruvísi við. Hann var ljós yfirlitum, snyrtilegur, vel til fara og alger andstæða við það sem búast mátti við, þ. e. hálfgerður mömmudrengur. „Það er einmitt það sem ég spila uppá, að vera hreinn og klár og ótrúlegur,“ sagði hann kæruleys- islega og lygndi aftur augunum. „En þó að maður reyni að vera öruggur með sig,“ hélt hann áfram, „þá er maður alltaf svolít- ið smeikur þegar á staðinn er komið. Maður reynir að ganga beint inn og byrja að skoða plöt- urnar. Það er númer eitt að láta bera sem minnst á sér og ég hlusta aldrei á plötur því að þá er hætta á því að afgreiðslufólkið þekki mann aftur ef eitthvað bregður útaf. í öðru lagi reynir maður að vera ekki flóttalegur og líta ekki mikið í kringum sig. Maður getur yfirleitt séð hvort fylgst er með manni án þess að vera að glápa á alla kanta. Annars er það í flest- um tilfellum óþarfi, því að starfs- fólkið er vanalega svo upptekið af sjálfu sér við að hlusta á mússik, lesa blöð, kjafta og snyrta sig, að það hefur ekki tíma til að fylgjast með og sinna viðskiptavinum. Galdurinn er bara að tína til þær plötur sem maður ætlar að taka og stinga þeim, sem eru allt að 5—6 stk., inn á sig!“ Blaðamaður gerði athugasemd við þetta vegna þess að stórar plötur eru vanalega svo miklar um sig að þær skaga út úr á alla kanta, þó svo að maður sé í þykkum pelsi til að hylja þær (sannreynt). „Uss, það er minnsti vandinn að koma sér út án þess að mikið beri á,“ fullyrti atvinnumaðurinn! „Maður er bara í nógu víðum jakka eða úlpu, hefur báðar hendur í vösum og þrýstir þeim siðan örlítið út á við, þá sést þetta ekki vitund. Síðan er bara að reyna að vera á eftir einhverjum út úr búðinni, svo maður þurfi ekki að bisast við að opna sjálfur. Þetta hefur aldrei brugðist, hjá mér að minnsta kosti.“ 166 VERZLUNARTIÐINDI

x

Verzlunartíðindi

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Verzlunartíðindi
https://timarit.is/publication/1845

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.