Verzlunartíðindi - 01.12.1979, Síða 4
Leiðarinn framhald
Samtökin viðskipti og verzlun
taka til starfa
Eins og flestum mun kunnugt, sem stunda kaupsýslustörf, hafa „Samtökin
viðskipti og verzlun,“ tekið til starfa. Þeim er ætlað að auka skilning, fræðslu
og þekkingu á sviði viðskipta og verzlunar. Það veltur á miklu að þeim takizt
vel að vinna að þessum málum, ekki eingöngu fyrir verzlunina heldur fyrir
þjóðina alla, því svo virðist sem hið almenna menntakerfi hafi á þessu sviði
slitnað úr tengslum við tilveruna.
En ekki skal því neitað að margt hefur verið vel gert í menntamálum
þjóðarinnar, og því fögnum við, sem komnir erum á miðjan aldur og áttum
þess ekki kost að njóta nema lítils hluta af þeirri menntun sem nú stendur
öllum til boða. En, eins og þar stendur: „Of mikið, af öllu má þó gera“.
Vissi ekki að ég væri týndur
Fyrir nokkru hitti ég hámenntaðan mann, sem eftir langt nám hér heima,
hélt út í hinn stóra heim með námslán og styrki, og hafði í áraraðir lagt stund
á undarleg fræði. íslenzkir skattborgarar fjárfestu nokkrar milljónir í
menntun hans. Ég spurði hann hvort hann gæti unnið fyrir sér með þessari
menntun sinni. Það taldi hann útilokað nema að hann rækist á einhvern
sérvitring sem vildi læra þessi fræði. Þá gæti hann kennt honum þau! Annars
ætlaði hann að taka lífinu rólega í nokkra mánuði og reyna að finna sjálfan
sig.
Ég kvaddi þennan gamla kunningja minn, og þakkaði forsjóninni fyrir að
hafa ekki getað lært meira en svo, að ég vissi ekki einu sinni að ég væri
týndur. — Gleðilegt ár.
Oskar Jóhannsson.
Höfum ávallt fyrirliggjandi allt efni
til hita-, vatns- og skolplagna.
Hreinlætistæki ásamt tilheyrandi
blöndunartækjum og fylgihlutum í
úrvali.
Isleifur Jónsson hf.
byggingavöruverzlun,
Bolholti 4,
símar: 36920 og 36921.
Stelur plötum
Framhald
grunað neitt ef hann hefði verið í
sömu stellingum og umrædd af-
greiðsludama. Þegar blm. ætlaði
að koma sér út og reyna að fá
hann til að skila plötunum, kom
vinurinn askvaðandi inn, gekk að
rekkanum, skilaði plötunum og
gekk út aftur. Allt á nokkrum
sekúndum og enginn tók eftir
neinu. Þegar út var komið sagði
hann.
,,Ég bjóst við að þú værir smeyk-
ur svo ég skilaði draslinu, það lít-
ur líka betur út í blaðagrein.“
Það voru orð að sönnu. Undir
lokin bað blm. hann að segja sér
hvað hann hafi annað fyrir stafni,
eða hvað jafnaldrar hans hefðu
sér til dægrastyttingar.
,Ja, það er nú ýmislegt. Það er
hægt að stela bókum og selja þær
á fornbókasölu, stela klukkum og
svoleiðis í skartgripabúðum og
ýmislegt annað. Það fást flestir á
mínum aldri við eitthvað svona,
en þó miklu minna.“
Ekki var þetta nú svarið sem búist
var við, en það segir sína sögu.
Við gengum að næstu strætis-
vagnastöð og kvöddumst með
virtum, þessi hrellir allra plötu-
búða hvarf sýnum eins og maður
sem var að taka strætó heim úr
vinnunni.
Eigendur plötuverslana, sem
annarra verslana, tapa hundruð-
um þúsunda ef ekki milljóna á
búðarhnupli. Þó fullyrtu flestir
þeir, sem rætt var við að þeir
næðu flestum hnuplurunum um
leið og slepptu þeim oftast með
áminningu.
Þeir höfðu samt aldrei náð vini
vorum plötuþjófnum sem kemur
sér og sigrar.“
132
VERZLUNARTÍÐINDI