Íslensk bókatíðindi - 01.12.1992, Qupperneq 2

Íslensk bókatíðindi - 01.12.1992, Qupperneq 2
Efniyfirlit Enn einu sinni býr bókaþjóðin sig undir jólin, og enn berast Bókatíðindi með eins glöggum upplýsingum um útgáfubækur og við höfum getað aflað. Ekki er að sjá að verulegar breytingar verði á bóka- útgáfunni frá ári til árs. Samt telur glöggskyggnt fólk að það sjái ýmsar breytingar þegar til lengri tíma er litið. Vitanlega þykir þá sumum að allt hafi verið betra hér áður fyrr, en aðrir gleðjast yfir grósku og fjölbreytni og ekki síst landvinningum með nýjum alþýðlegum en vönduðum útgáfum á menningarsögulegum verðmætum og þrekvirkjum í söguritun okkar. Fjölþættar umræður síðustu ára um alþjóðasamvinnu og alþjóðavæðingu tilveru okkar hafa hleypt nýju lífi í umræður um þjóðleg verðmæti og þjóðerni. Þó svo allir eigi að gera sér grein fyrir hvaða skelfingar þjóðernis- hyggja hefurt leitt yfir mannkynið er samt alveg Ijóst að hverjum einstaklingi er lífsnauðsyn á að finna sig tilheyra þeim hópi fólks sem á hverjum stað er kallaður þjóð. Það vefst hins vegar einatt fyrir að skilgreina hvað í því orði felst. Helst lítur út fyrir að það sé breytilegt frá þjóð til þjóðar og einfaldlega háð sögu og aðstæðum hvað menn telja mikilvægasta einkenni þjóðar. Nágrannar okkar, Samar, myndu t.d. sjálfsagt líta svo á að hreindýrabúskapurinn væri það einkenni menningar þeirra sem mestu máli skipti. Hér á íslandi sýnast hins vegar flestir vera á því máli að bókmenning þjóðarinnar og tunga sé það sem þjappi henni mest saman, og þá vitna menn náttúrlega gjarna til Snorra Hjartarsonar og tala um hina jarðnesku þrenningu: Land, þjóð og tungu. íslensk tunga á sér samfelldari ritmálssögu en nokkur granntunga okkar. Engin önnur Evrópuþjóð getur státað af því að læsir unglingar geti fyrirhafnarlítið lesið sögur sem skráðar voru á skinn fyrir meira en 700 árum. Hvernig sem rök verða teygð og toguð stendur þetta sérkenni okkar upp úr. Vitanlega verður það seint í askana látið og hætt við að íslenskar bókmenntir verði seint útflutningsvörur sem skili miklum tekjum í ríkiskassann. En samt má aldrei gleymast að allur útflutningur okkar nú og í framtíð stendur og fellur með því að erlendir viðskiptavinir okkar trúi því að hér sé menningarþjóð og henni sé m.a. treystandi til að framleiða góða matvöru, einfaldlega vegna þess að hún hefur sýnt yfirburði í menningar- efnum. Þetta styðst náttúrlega við hugmyndir eins og þá sem Þorsteinn prófessor Gylfason orðaði einhvern tíma á þessa leið: „Menning, það er að gera eitthvað vel!“ Meðan útlent fólk sér að við erum engir eftirbátar annarra í bóklegri menningu mun það einnig trúa því að við getum staðið okkur vel á öðrum sviðum og bera virðingu fyrir okkur. Þar er bókin hornsteinn sem aldrei má lítilsvirða, hvorki með skattlagningu í skammtíma- þröng né með því að kasta til höndum á einn eða annan hátt. Gleðileg bókajól, f.h. Félags íslenskra bókaútgefenda Heimir Pálsson íslensk skáldverk fyrir börn og unglinga..............3 Þýdd skáldverk fyrir börn og unglinga.............10 íslensk skáldverk....22 Þýdd skáldverk.......30 Ljóð.................42 Boekur almenns efnis................48 Ævisögur og endurminningar.......64 Handbœkur............72 Matreiðslubœkur......78 Höfundaskrá..........80 Útgefandi: Félag íslenskra bókaútgefenda. Ábm.: Heimir Pálsson. Upplag: 100.000. Prentvinnsia: Samútgáfan-Korpus hf. Sérútgáfa af Fréttabréfi Félags íslenskra bókaútgefenda. 2
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84

x

Íslensk bókatíðindi

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Íslensk bókatíðindi
https://timarit.is/publication/1846

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.