Íslensk bókatíðindi - 01.12.1992, Síða 6

Íslensk bókatíðindi - 01.12.1992, Síða 6
íslensk skáldverk fyrir börn og unglinga kenna - já, og tekst Mona að selja Lalla sem körfubolta- mann til Bandaríkjanna? Bráðskemmtileg saga eft- ir hinn vinsæla höfund, Þor- grím Þráinsson, sem slegið hefur rækilega í gegn með bókum sínum undanfarin ár. 106 blaðsíður Fróði hf. Verð: 1.190 kr. LITARÍM Tryggvi Ólafsson Þórarinn Eldjárn Fagurrauð er rósin smá, rautt er lundanefið, einnig núna nefið á Nonna eftir kvefið. Listmálarinn og Ijóðskáldið segja frá litunum í kvæðum og myndum. Bókin er lykill barnanna að undraveröld lit- anna. 28 blaðsíður. Forlagið. Verð: 980 kr. LITLI SKÓGARBJÖRNINN lllugi Jökulsson Litli skógarbjörninn var ekki lengur einmana daginn sem hann hóf að smíða sér hús. Öll dýrin þyrptust að til að hjálpa honum. Falleg bók, myndskreytt af Gunnari Karlssyni. Iðunn. Verð: 1.280 kr. LOKSINS GAT HANN EKKI ANNAÐ EN HLEGIÐ Gunnar Gunnarsson Bangsi, tíu ára strákur úr Reykjavík, hefur ákveðið að brosa ekki framar eða hlæja vegna þess að honum finnst tilveran hundfúl. Pabbi hans og mamma eru skilin, mamma hans tekin saman við hálfvita og hann sjálfur á leið í sveit. Þar kynnist hann hins vegar skemmtilegu og skrítnu fólki og furðulegum hestum sem gera ekkert nema skemmta sér frá morgni til kvölds. Einum hestanna kynnist hann best og Bangsi kallar hann Leik, og loks getur Bangsi ekki annað en hlegið þegar hann „bregður sér á Leik.” Bók fyrir unga hestamenn. Snorri Sveinn Friðriksson myndskreytti. Gunnar & Gunnar. Verð: 1.400 kr. MARKÚS ÁRELÍUS HRÖKKLAST AÐ HEIMAN Helgi Guðmundsson Önnur bókin um köttinn Markús Árelíus sem nú leggst í ferðalög eftir að hafa fengið sig fullsaddan af heimilislífinu. Markús Árelí- us ferðast bæði til sjós og lands og ratar í ótrúlegar raunir en oft ærið broslegar. Þetta er hnyttin saga um menn og málleysingja fyrir börn á aldrinum 7 til 11 ára. 114 blaðsíður. Mál og menning. Verð: 980 kr. MILLI VITA Þorsteinn Marelsson Þrándur Hreinn er 15 ára og efast um eigið ágæti. Þrátt fyrir allt er hann ósköp venju- legur, hugsandi unglingur sem skoðar li'fið og sjálfan sig gagnrýnum augum og bregst við óvæntum aðstæð- um á skynsamlegan hátt. Þetta er gamansöm saga sem fjallar um nútíma ung- linga og áhugamál þeirra. 150 blaðsíður. Mál og menning. Verð: 1.480 kr. MYRKUR í MAÍ Helgi Jónsson Höfundur dregur hér upp magnaða mynd af mikilli lífsreynslu ungrar stúlku og ungs manns í Reykjavík nú- tímans. Á síðasta ári kom út bókin Nótt í borginni eftir sama höfund og seldist upp. 200 blaðsíður. Skjaldborg hf. Verð: 1.590 kr. ÓTTINN LÆÐIST Gunnhildur Hrólfsdóttir Elín er 12 ára stúlka sem flyst búferlum frá Reyðarfirði til Vestmannaeyja ásamt for- eldrum sínum. Elín er á- nægð með nýja heimilið og unir sér í Eyjum við leik og ýmis uppátæki. En hana dreymir undarlega og óþægi- lega drauma og í húsinu bærast ókunn öfl sem hafa slæm áhrif á fjölskyldulífið. Bókin gefur góða mynd af fjölskrúðugu lífi í Eyjum fyrir gos og einnig því sem bær- ist í huga ungrar stúlku. Ótt- inn læðist er eins og aðrar bækur Gunnhildar Hrólfs- dóttur skrifuð á góðri og vandaðri íslensku. 6
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84

x

Íslensk bókatíðindi

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Íslensk bókatíðindi
https://timarit.is/publication/1846

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.