Íslensk bókatíðindi - 01.12.1992, Page 8

Íslensk bókatíðindi - 01.12.1992, Page 8
íslensk skáldverk fyrir börn og unglinga kross íslands til að vekja máls á ólíku hlutskipti barna í heiminum. Heillandi barna- bók, prýdd fjölda litmynda. 34 blaðsíður. Rauði kross íslands Forlagið. Verð: 980 kr. Aa9Áá" BbmCc DdéÐb Ee 4 Éé FfWGgý*Hh$Pli JL iiCi jjén^1 li % Mm\ Nn&Oo li Óó ^ Ppí Qq Rr^Sst Ww Xx Yfj & Ýý'fE* Z z Þþ’*' Aiœ Öö STAFRÓFIÐ Myndir: Hrafnhildur Bernharðsdóttir Ritun: Björgvin Jósteinsson Stafrófs-plakat (70x95). Sýnir stafrófið allt ásamt táknmynd. Prentað er beggja vegna á plakatið. Öðrumegin er grunnskrift en hinumegin stafirnir með tengikrók. Hér er um ákaf- lega fallegt myndverk að ræða sem er til prýði í hverju barnaherbergi, jafn- framt því að vera mjög hvetjandi fyrir börnin. Himbrimi sf. Verð: 1.150 kr. STERKI-BÖDDI OG BREKI Gunnar Gunnarsson Böðvar Böðvarsson, tíu ára sveitastrákur, lendir í ýmsu ásamt hesti sínum, Breka, þegar breytingar steðja að íslenskum landbúnaði og foreldrar hans óttast að þurfa að bregða búi. Afi Böðvars, sem líka heitir Böðvar, kemur við sögu sem og lögregluþjónar sem leggja leið sína í sveitina. Glæpamenn og hvers kyns hyski verður svo til þess að Sterki-Böddi íhugar að ger- ast útilegumaður. Ólafur Pétursson mynd- skreytti. Gunnar & Gunnar. Verð: 1.400 kr. STRÍÐNISSTELPA Heiðdís Norðfjörð Stríðnisstelpan Kata er borgarbarn sem fer í sumar- frí til afa og ömmu út á land, en þar býr einnig stríðinn frændi og aldrei að vita hvað honum dettur í hug. Vönduð bók og lærdómsrík fyrir unga lesendur. 113 blaðsíður. Skjaldborg hf. Verð: 990 kr. SVÖRT VERÐA SÓLSKIN Ýmsir höfundar Titill þessarar bókar er sótt- ur í Völuspá, sem hér er birt bæði í sinni fornu mynd og í nútímalegri endursögn Þór- arins Eldjárns. Þannig 'r ú 3t i!í SVÖRT VERÐA f D ® £ spannar bókin rúmlega 1000 ára tímabil, þar sem saman leika fornar norræn- ar goðsagnir og nýjar í sér- lega fallega myndskreyttri bók. Kjörgripur fyrir leitandi ungt fólk á öllum aldri. 176 blaðsíður. Mál og menning. Verð: 1.290 kr. SÖGUSTUND - 365 valdir kvöldlestrar Silja Aðalsteinsdóttir valdi í þessari glæsilegu bók er að finna kafla úr barnabók- menntum eftir íslenska úr- valshöfunda auk brota úr öðrum íslenskum bók- menntum. Einnig eru í bók- inni þulur og barnaljóð og fjöldi þjóðsagna í endursögn Silju Aðalsteinsdóttur, sem valdi efni bókarinnar. Hver sögukafli er miðaður við að vera hæfilegur kvöldlestur og er efnið geysifjölbreytt. 750 blaðsíður. 1 Mál og menning. Verð: 2.980 kr. TVEIR KRAKKAR OG KISA Jón Dan Þetta er barnabók fyrir allan aldur. Foreldri sem velur hana fyrir barn sitt ætti sjálft að byrja á því að lesa hana. Kata Mjöll, Bessa og kettling- urinn Kría kemur við sögu. Þau lenda í hremmingum sem ganga nærri lífi þeirra. 120 blaðsíður. Skjaldborg hf. Verð: 990 kr. VATNSBERARNIR Herdís Egilsdóttir Myndir: Erla Sigurðardóttir Þroskandi saga fyrir börn. Hér segir frá Vatnsberunum, sem eignast tvíbura, en strákurinn er ekki eins og öll hin börnin. Þetta er saga sem vekur börnin til um- 8

x

Íslensk bókatíðindi

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Íslensk bókatíðindi
https://timarit.is/publication/1846

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.