Íslensk bókatíðindi - 01.12.1992, Page 21

Íslensk bókatíðindi - 01.12.1992, Page 21
- Þýdd skáldverk fyrir börn og unglinga Rússnesk listakona, Anast- asía Arkípóva hefur vakið mikla athygli á síðari árum fyrir afburða myndskreyting- ar við Grimmsævintýri. Fjölvaútgáfan hefur fengið réttinn til að birta þær í sannkallaðri skrautútgáfu. Úrvalsævintýri - Rauðhetta, Mjallhvít, Rumputuski, Garðabrúða o.fl. í úrvals- þýðingu Þorsteins Thorar- ensen. Þar má treysta að fylgt er upprunalegum texta Grimms-bræðra án styttinga eða bjögunar. Klassísk þýð- ing sem varðveitir hugmynd- ir og fagurskyn frumævintýr- anna í ástúð og einlægni. 102 blaðsíður. Fjölvi-Vasa. Verð: 1.280 kr. TOBBI OG VINIR HANS TEDDI OG VINIR HANS HNOÐRI OG VINIR HANS Margir höfundar Fallegar harðspjaldabækur með myndum af dýrum sem flest börn læra fljótt að þekkja. Skjaldborg hf. Verð: 350 kr. TÓMSTUNDABÓK SIMPSON- FJÖLSKYLDUNNAR með fjölbreyttum spilum, leikjum og gamni af öllu tagi Matt Groening Þýðing: Ólafur B. Guðnason Simpson-fjölskyldan er kom- in af skjánum og á bók! Nú bregður hún á leik sem aldrei fyrr í þessari stórkost- legu bók sem gleður stór börn jafnt sem smá. 48 blaðsíður. Örn og Örlygur. Verð: 1.380 kr. ^GAR RIGNIR... TOFRA 6Ð TÖFRABRÖGÐ Þýðing: Björn Jónsson Hér er sýnt hvernig hægt er að gera ýmis töfrabrögð. Einfaldar leiðbeiningar eru um hvernig hægt er að beita ýmsum frægum brögðum: Klútar og peningar hverfa og koma aftur í leitirnar og aðstoðarmaður er rekinn í gegn í kassa án þess að honum verði meint af! Eftir dálitla æfingu fer töframað- urinn létt með að halda eigin sýningar og snúa rækilega á áhorfendur! Vaka-Helgafell. Verð: 980 kr. VIÐ BÚUM TIL GJAFIR Juliet Bawden Nýr bókaflokkur sem ber heitið Föndurbækur Skjald- borgar. Bókin leiðbeinir börnunum á einfaldan og auðskiljanlegan hátt að búa til gjafir og hina margvísleg- ustu hluti. Bráðskemmtilegt tómstundagaman. 64 blaðsíður. Skjaldborg hf. Verð: 990 kr. VILTU VITA SVARIÐ? David West Hér er að finna svör við fjöl- mörgum spurningum sem þig hefur alltaf langað til að spyrja. Bókin er bráð- skemmtileg, sannkölluð náma fyrir hina forvitnu. Iðunn. Verð:1.480 kr. ÆVINTÝRI H.C. ANDERSEN Valin og myndskreytt af Lisbeth Zwerger H.C. Andersen Þýðing: Steingrímur Thorsteinsson og Gissur Ó. Erlingsson Ný útgáfa af þekktustu æv- intýrum H.C. Andersen í stóru og fallegu broti. Lit- myndir skreyta þessa útgáfu og hlaut Lisbeth Zwerger H.C. Andersen verðlaunin fyrir bókaskreytingar. Þessi sígildu ævintýri eiga erindi til fólks á öllum aldri og allur frágangur bókarinnar gerir hana ógleymanlega. 104 blaðsíður. Skjaldborg hf. Verð: 1.690 kr. SKOÐIÐ JÓLA- BÆKURNAR ífriðiogróöllkvöld. ÍSAFOLD Austurstæti 10 21

x

Íslensk bókatíðindi

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Íslensk bókatíðindi
https://timarit.is/publication/1846

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.