Íslensk bókatíðindi - 01.12.1992, Blaðsíða 31
Þýdd skáldverk
BANVÆN ÞRÁ
Gary Devon
Þýðing: Ingrid Markan
Erótísk og félagsleg
spennusaga í sérflokki.
Háttsettur maður verður
gagntekinn af ást til barn-
ungrar stúlku og hættir öllu
til að njóta hennar. Unnið er
að gerð kvikmyndar eftir
þessari einstæðu bók.
344 blaðsíður.
Frjáls fjölmiðlun hf.
- Úrvalsbækur.
Verð: 790 kr.
MARY
HIGGINS
CLARK
dcutjffann;
DANSAÐ VIÐ DAUÐANN
Mary Higgins Clark
Þýðing: Jón Daníelsson
Hver ný bók eftir Mary Higg-
ins Clark vekur athygli og
milljónir aðdáenda bíða
spenntar eftir þeirri næstu.
Auglýst er eftir konum í
einkamáladálkum dagblað-
anna undir fölsku yfirskini,
konum sem hafa áhuga á
dansi og músík, en það
verður dansinn við dauð-
ann.
242 blaðsíður.
Skjaldborg hf.
Verð: 1.990 kr.
DAUÐAGILDRAN
Duncan Kyle
Þýðing: Hersteinn
Pálsson
Þekktur blaðamaður tekur
sér fyrir hendur að kanna
fortíð bandarísks stjórn-
málamanns. Meðan rann-
sóknin stendur yfir gerast
hrollvekjandi atburðir. Kosn-
QUNi l l
DAUÐAGILDRAN
f f A l^|] ‘-ST ^ : ;
ingastjórar frambjóðandans
svífast einskis til að koma
honum á toppinn. Þeir hika
ekki við að fremja morð,
þegar það hentar málstað
þeirra. „Spennubók í hæsta
gæðaflokki” - Daily Mail.
202 blaðsíður.
Hörpuútgáfan.
Verð: 1.880 kr.
Draumur um ást
DRAUMUR UM ÁST
Rauðu ástarsögurnar
nr. 17
Erling Poulsen
Þýðing: Skúli Jensson
Draumur um ást er spenn-
andi ástarsaga um ein-
stæða móður, sem berst
hetjulega fyrir framtíð sonar
síns, ást sinni og lífi sínu.
Hún varð að taka örlagaríka
ákvörðun, sem nánustu vinir
hennar undruðust.
170 blaðsíður.
Hörpuútgáfan.
Verð: 1.780 kr.
EINLÆG ÁST
Danielle Steel
Þýðing: Skúli Jensson
Edwina Winfield, elsta dóttir
í stórri og hamingjusamri
fjölskyldu er á heimleið úr
trúlofunarferð til Englands
ásamt unnusta sínum, for-
eldrum og fimm systkinum í
jómfrúrferð stórskipsins
Titanic.
Hræðilegur örlagaatburð-
ur sundrar lífi þeirra og
framtíð. Edwina verður
skyndilega þroskuð kona
sem syrgir manninn sem
hún elskar og verður móðir
fimm systkina sinna.
Ævintýri Edwinu og bar-
átta var að halda fjölskyld-
unni saman. En þegar börn-
in fara hvert af öðru til
Hollywood, Evróþu eða ann-
að, finnur Edwina sitt eigið
líf.
208 blaðsíður.
Setberg.
Verð: 1.980 kr.
D.H.LAWRENCE
ELSKHUGI LAFÐI
CHATTERLEY
D.H. Lawrence
Þýðing: Jón Thoroddsen
Ein af frægustu skáldsögum
heimsbókmenntanna frá
þessari öld. Hin unga og
blóðheita lafði Chatterley er
gift enskum aðalsmanni
sem hefur særst svo illa í
stríðinu að hann er upp frá
því lamaður og getulaus.
Sálarkreþpa sem af þessu
ástandi stafar og lausn
hennar er meginviðfangs-
efni sögunnar.
335 blaðsíður.
Almenna bókafélagið hf.
Verð: 2.982 kr.
ERFINGI ÓÐALSINS
Charles Garvice
Rafe elst upp í gullgrafara-
bæ hjá föður sínum. Á
banabeði gamla mannsins
fær hann vitneskju um upp-
runa sinn og fer til
Skotlands. En vinátta hans
við mann, sem hann tekur í
þjónustu sína, verður hon-
um dýrkeypt. Ótrúlega
spennandi saga um ástir og
örlög eftir sama höfund og
Ertðaskráin, sem kom út fyr-
ir síðustu jól og seldist upp.
263 blaðsíður.
Sögusafn heimilanna.
Verð: 1.890 kr.
FURÐUFLUG
Stephen King
Þýðing: Karl Birgisson og
Guðni Jóhannesson
Stephen King telst nú ó-
krýndur konungur spennu-
31